Orð og tunga - 01.06.2017, Page 58
48 Orð og tunga
en bein samskipti í töluðu máli hafi að mestu einskorðast við þann
tíma sem Íslendingar eyddu í Danmörku. Reyndar var ekki gerð
krafa um íslenskukunnátt u danskra embætt ismanna á Íslandi fyrr
en um miðja 19. öld og samskipti þeirra við íslenska embætt ismenn
jafnt og stjórnvöld í Danmörku fóru því fram á dönsku (Kjartan G.
Ott ósson 1990:59). Þeir voru þó örfáir og sama gilti lengst af um aðra
útlendinga. Þess vegna varð aldrei til málminnihluti innanlands sem
gat haft mótandi áhrif á þróun málsins.
Dönum með fasta búsetu á Íslandi fjölgaði talsvert þegar kom
fram á 19. öld, einkum í bæjunum, en upplýsingar um fj ölda þeirra
liggja ekki á lausu. Gera má ráð fyrir að danska hafi verið heimilismál
hjá dönskum og sumum hálfdönskum fj ölskyldum. Auk þess
benda heimildir til að hún hafi verið talsvert notuð í bæjarlífi nu
í Reykjavík, a.m.k. á fyrri hluta aldarinnar. Sem dæmi um það fór
kennslan í fyrsta barnaskólanum, sem starfræktur var á árunum
1830–1848, að verulegu leyti fram á dönsku (Klemens Jónsson 1929
I:252). Sömuleiðis klöguðu danskir kaupmenn Stefán Gunnlaugsson
bæjarfógeta fyrir stift amtmanni 1848 vegna auglýsinga sem hann birti
um notkun íslensku í bænum og fyrirmæla um að næturverðir skyldu
nota íslensku fremur en dönsku í köllum sínum (Klemens Jónsson
1929 II:100‒101). Loks má nefna að gerðabækur Reykjavíkur voru
skrifaðar á dönsku fram á miðja 19. öld. Tekið var fyrir það 1850 en
danska var eigi að síður töluð lengur á bæjarstjórnarfundum. Óvíst
er hversu margir danskir íbúar tileinkuðu sér íslensku, hversu gott
vald þeir höfðu á henni og hvaða mál Danir og Íslendingar notuðu
almennt sín á milli – dönsku, íslensku eða e.k. blendingsmál. Þegar
danskur kaupmaður skoraðist undan kosningu í bæjarstjórn 1852
vegna skorts á íslenskukunnátt u til að færa gerðabókina var því
svarað til „að kærandinn hefði átt heima á Íslandi í 26 ár, og yrði
daglega að tala íslenzku við viðskiptavini sína, og að hann yrði að
teljast sá af útlendum kaupmönnum, er talaði málið best“ (Klemens
Jónsson 1929 II:9).
Rétt eins og dönskum íbúum fj ölgaði á Íslandi á 19. öld fj ölgaði
líka Íslendingum búsett um í Danmörku og ferðalög milli landanna
urðu tíðari. Á þessu tímabili jukust því tengsl málanna umtalsvert
og æ fl eiri Íslendingar öðluðust vald á dönsku. Þar með sköpuðust
forsendur fyrir auknum dönskum máláhrifum, ekki eingöngu í gegn-
um ritmálið heldur einnig talað mál.
tunga_19.indb 48 5.6.2017 20:27:37