Orð og tunga - 01.06.2017, Page 89
Haraldur Bernharðsson: Jón Thoroddsen og málstöðlun 19. aldar 79
(1) a. Skáldsagan naut mikilla vinsælda, bæði fyrsta út gáfa
1850 og önnur útgáfa 1867, og var prentuð í stóru
upplagi eins og síðar verður rakið. Sagan heill aði
lesendur, líklega ekki síst unglinga og ungt fólk, hef-
ur efl aust haft áhrif á málkennd þeirra og orðið fyr-
ir mynd að íslensku ritmáli þess tíma. Hún hefur því
óhjákvæmilega haft mikil áhrif á mótun íslensks mál-
stað als á síðari hluta nítjándu aldar. Þau málafb rigði,
sem þar birtust, gátu fest í sessi, að minnsta kosti um
sinn.
b. Þær breytingar, sem gerðar voru á máli skáldsögunnar
þegar hún var gefi n út öðru sinni, árið 1867, vitna um
breytt viðhorf í málfarsefnum. Þessar tvær útgáfur af
Pilti og stúlku eru þess vegna mikilsverð heimild um
þróun íslensks málstaðals á síðari hluta nítjándu aldar.
Þær gefa okkur augnabliksmynd af tveimur stigum í
þróuninni.
Meginefni þessarar ritgerðar er samanburður á málinu á þessum
tveim ur útgáfum Pilts og stúlku, 1850 og 1867. Breytingarnar vörðuðu
nær eingöngu stafsetningu og orðmyndir en ekki til dæmis orðaröð.
Því snýst umræðan mest um þessa þætt i en einnig verður vikið að
nokkr um þátt um sem ekki tóku breytingum. Þetta er fjarri því að vera
tæm andi mállýsing; rúmið leyfi r aðeins að fj allað sé um valda þætt i.
Til hægðarauka verður oft vísað til þessara tveggja útgáfna á Pilti og
stúlku sem PS 1850 og PS 1867. Til samanburðar við málið á Pilti og
stúlku verða rífl ega 70 bréf með hendi Jóns Thoroddsens frá árunum
1842 til 1868. Þett a eru mest einkabréf sem hann skrifaði ætt ingjum og
vinum og eru varðveitt á skjalasöfnum hérlendis og erlendis, en einnig
nokkur embætt isbréf. Vitnað verður til bréfanna með dagsetningu á
forminu ár-mánuður-dagur (til dæmis 1842-07-27) sem vísar til fyllri
upplýsinga í bréfaskrá í greinarlok. Flest bréfanna eru nú einnig að-
gengileg í útgáfu Más Jónssonar (2016a).
Fyrst verður (í 2. kafla) farið nokkrum orðum um ævi og ritverk
Jóns Thoroddsens og félagslegt umhverfi hans og rætt um gildi Pilts
og stúlku sem heimildar um mótun íslensks málstaðals. Þá verður
fj allað um breytingar á stafsetningu sem gerðar voru í PS 1867 (í 3.
kafla), þau máleinkenni sem löguð voru að fornri málfyrirmynd (í 4.
kafl a) og síðast um nokkur einkenni sem ekki var breytt (í 5. kafl a). Að
lokum verða niðurstöður dregnar saman (í 6. kafl a).1
1 Þættir úr þessari rannsókn voru kynntir í fyrirlestrum á Hugvísindaþingi í Há-
tunga_19.indb 79 5.6.2017 20:27:44