Morgunblaðið - 01.12.2017, Page 20

Morgunblaðið - 01.12.2017, Page 20
J ólin eru tími hefða, flestir vilja halda í gömlujólasiðina sem þeir upplifðu í æsku. Á fyrstuáratugum 20. aldar var almenn neysla fólksannars konar en við þekkjum í dag og efna-hagur fólks afar misjafn. Fátækt var land-læg fram yfir seinna stríð og vöruúrval tak- markað. Jólahaldið endurspeglaði því efnahag og aðstæður. Þeir sem minna höfðu milli handanna létu sér nægja einfalda umgjörð, kerti og spil, meðan þeir sem bjuggu við betri kjör gátu gert vel við sitt fólk, keypt bæði fínan mat, gjafir og jóla- skraut. En allir reyndu að halda há- tíðleg jól, segir Gerður og bætir við að skraut á alþýðuheim- ilum hafi fyrst og fremst verið handgert og fólk hafi mikið skreytt með músa- stigum og spýtujólatrjám. „Kramarhús voru einn- ig búin til og fyllt með rúsínum, eða ekki. Flestir keyptu kerti en heimagerð kerti þekktust þó. Þeir sem áttu aura gátu keypt jólatré og glitrandi jólakúlur. Fram yfir 1950 var yfirleitt aðeins stofan skreytt og það þá gert á Þorláksmessu. Með tímanum varð jólaskraut á heimilum landsmanna bæði fjöl- breyttara og umfangsmeira. Ljósa- skreytingar í glugga fara að sjást um 1970, algengar voru pappírsstjörnur með ljósaperu innan í og seinna komu svo aðventuljósin sem enn eru vinsæl,“ bendir Gerður á, en hvað með dægradvöl og skemmtun, hvernig var slíku háttað yfir hátíðirnar? „Hér áður fyrr voru jólin mun heilagri hátíð en er í dag, víða var bannað að spila á jóladag og margir ef- laust hvíldinni fegnir. Jólin urðu snemma fjöl- skylduhátíð, jólaboð hafa tíðkast lengi og svo jólaböll og skemmtanir annan dag jóla og eins dagana milli jóla og nýárs.“ Gerður segir einnig að Íslendingar hafi verið mun hófstilltari í gjafakaupum heldur en þekkist í dag. „Í gamla bændasamfélaginu voru jólin fyrst og fremst haldin hátíðleg með betri mat og hvíld, enginn átti að vinna á jóladag. Sérstakar jólagjafir tíðkuðust varla, fólk fékk þó kerti og nýja flík fyrir jólin. Í þétt- býlinu urðu áhrif frá útlöndum fljótlega augljósari. Þar kepptust kaupmenn við að auglýsa tilvaldar og hent- ugar jólagjafir af ýmsu tagi. Ungar stúlkur í Reykjavík tóku sig til og bjuggu til jólagjafir handa fátækum heimilum í bænum árið 1876 og héldu einnig jóla- skemmtun fyrir börnin í bænum milli jóla og nýárs. Þar fengu börnin gjafir og dansað var í kringum jólatré. Jólabókin varð síðan algeng jólagjöf, sér- staklega á skömmtunarárunum eftir síðari heimsstyrj- öld. Sem fyrr fóru jólagjafirnar mikið eftir efnum fólks og aðstæðum, en óhætt er að segja að það jólagjafaflóð sem við þekkjum í dag var nánast óþekkt fyrirbæri fyrir 1960.“ Þrátt fyrir að lítið hafi verið um gjafir í gamla bændasamfélaginu fengu flestir nýja flík fyrir jólin til að forðast jólaköttinn. „Ný flík gat verið margt, prjónaðir sokkar eða leppar í skóna, kannski ný svunta eða treyja. Jóladress í okkar skilningi komu seinna og yfirleitt átti fólk ekkert sérlega mikið af fötum. Sérstök jólaföt urðu ekki algeng fyrr en eftir 1960, nema kannski á fínustu heimilum.“ Gerður segir einnig að mat- urinn sem borðaður var á jól- unum hafi verið fremur ólík- ur því sem við eigum að venjast í dag, þótt boðið hafi verið upp á það besta sem til var á heimilinu hverju sinni. „Matur á jólum var ætíð það besta sem hægt var að bjóða á hverjum tíma. Stundum var soðið kindakjöt sett í askana, sem var þá kærkomin tilbreyting frá súrmeti og graut. Með batnandi efnahag, aukinni verslun og frystingu matvæla breyttust siðir landsmanna. Um 1960 var lambakjöt víða á borðum landsmanna um jólin, kóte- lettur, læri eða hryggur. Þá urðu rjúpur einnig vinsæll jólamatur. Meðlætið var brúnaðar kartöflur, grænar baunir og rauðkál, og svo náttúrlega malt og appelsín. Með fjölbreyttari matvælaframleiðslu varð fjölbreytnin meiri, hamborgarhryggurinn varð vinsæll og meðlætið fjölbreyttara.“ En hvaða hefðir höldum við enn í án þess hugs- anlega að átta okkur á því að þær eru gamlar? „Sá siður að fara til kirkju á aðfangadag er gamall og var mjög ríkjandi langt fram eftir 20. öldinni og enn í dag eru allar kirkjur landsins fullar út úr dyrum á að- fangadagskvöld. Svo er náttúrlega laufabrauðsskurð- urinn afar gamall og skemmtilegur siður sem enn er ómissandi í jólaundirbúningi margra.“ Flestir vilja halda í gömlu jólasiðina sem þeir upplifðu í æsku Gerður Eygló Róbertsdóttir, verkefnastjóri munavörslu Árbæjarsafns- ins, segir jólahefðir Íslendinga tiltölulega lítið hafa breyst síðustu 100 ár, þótt siðir og venjur hafi að sjálfsögðu þróast í takt við breytta tíma. Ellen Ragnarsdóttir | ellen@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Gerður Eygló, verkefnastjóri munavörslu Árbæjarsafnsins. Morgunblaðið/Hari Jólatré hafa tekið nokkrum breytingum síð- ustu áratugi. Fallega dekkað borð að gömlum sið á Árbæjar- safninu. „Óhætt er að segja að það jóla- gjafaflóð sem við þekkjum í dag var nánast óþekkt fyrirbæri fyrir 1960.“❄ Lagtertur og smákökur þóttu ómiss- andi á jólum hér áður fyrr. 20 Jólablað Morgunblaðsins Verið velkominí safnbúðÁrbæjarsafnsOpið daglega 13:00-17:00 w w w .b or ga rs og us af n. is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.