Morgunblaðið - 01.12.2017, Page 32

Morgunblaðið - 01.12.2017, Page 32
32 Jólablað Morgunblaðsins metisætur. Svo eru aðrir sem bara borða fisk, á meðan sumir borða kjöt. Ég er því farin að hafa matseðilinn frekar fjölbreyttan. Ég er alltaf með á boðstólum hnetusteik sem ég bý til sjálf, en hún er líka í boði hér á veit- ingastaðnum mínum Yogafood. Svo er ég oftast með þrjú mismunandi salöt, en ég bý til helling af þeim þannig að það sé til nóg fyrir öll jólin. Þau haldast svo vel því ég nota gott kál og rótargrænmeti svo salatið verður bara betra með degi hverjum. Í forrétt er ég með lax, en með hon- um er mjög góð heimatilbúin sósa. Einnig er ég oft með fylltan kalkún, en það er hefð frá móður minni. For- eldrar mínir áttu heima í Bandaríkj- unum þegar þau voru ung og komu heim með uppskrift að fylltum kal- kún sem við fengum alltaf á jólunum. Þessa hefð tók ég yfir, en fyllingin er æðisleg. Ég er því með sitt lítið af hverju,“ segir Þorbjörg, en að henn- ar mati er algerlega hægt að gera vel við sig yfir hátíðirnar án þess að stofna heilsunni í hættu. „Desertinn sem ég býð upp á er mjög hefðbundinn. Ég útbý ris a la mande og kirsuberjasósu, en þetta er allt saman sykur- og mjólkurlaust. Maturinn hjá mér virðist þungur, en þar sem það er svo mikið af góðu grænmeti, enginn viðbættur sykur og ekkert glúten í einu eða neinu fer fólk frá borði satt og glatt. Yfirleitt baka ég líka smákökur fyrir jólin. Þær eru líka glúten- og sykurlausar en samt alveg ótrúlega góðar. Ég veit að þetta getur farið aðeins úr bönd- unum hjá mörgum í desember. Mað- ur borðar of mikið af öllu og það er búið að gefa leyfi fyrir namminu, konfektinu og kökunum. Ég gef sjálfri mér líka leyfi fyrir ýmsu sem ég geri ekki venjulega, en passa þó að vanda val mitt því of mikið af því slæma kostar of mikið,“ segir Þor- björg og bætir við að það sé algerlega hægt að borða góðan mat án þess að stofna heilsu, maga og meltingu í hættu. En skyldi hún luma á ein- hverjum ráðum fyrir fólk sem vill síð- ur fara yfir strikið í desember? „Þetta er mjög einföld spurning, en svarið gæti verið svolítið flókið. Það er mjög auðvelt fyrir mig að segja fólki að passa sig á sykrinum og vanda sig í vali, en hvernig gerir maður það? Hvernig finnur maður þann ásetning og styrk hjá sér í þess- um mánuði? Fyrst og fremst þarf maður að taka ákvörðun um að fara ekki fram úr sér. Til dæmis ef maður ætlar að baka smákökur er hægt að notast bara við helminginn af sykr- inum sem er í uppskriftinni. Kannski er hægt að sleppa viðbættum sykri alveg. Eða jafnvel nota pálmasykur til helminga við þann venjulega. Svo má líka nota eitthvað af þessum nátt- úrulegu sætuefnum, eins og xylitol eða stevíu sem hægt er að fá með ýmsum bragðtegundum. Svo myndi ég athuga hvort það sé hægt að nota spelt í staðinn fyrir hvítt hveiti. Ef maður minnkar sykurmagnið um helming, notar pálmasykur og spelt í staðinn fyrir hvítt hveiti er maður kominn þó nokkuð langt á veg. Svo má auðvitað koma við í Yogafood hjá mér og kaupa smákökur og láta mig bara sjá um þetta,“ bætir Þorbjörg við, glettin. „Það þarf ekki að velja þetta hefð- bundna. Það er allt í lagi að vera djarfur og hugrakkur og bregða að- eins út af vananum. Fara aðeins út fyrir þægindarammann og prófa eitt- hvað nýtt. Það gæti verið að það kæmi skemmtilega á óvart.“ Getty Images Sætkartöflumús er ómissandi á jólum. „Það er mjög auðvelt fyrir mig að segja fólki að passa sig á sykrinum og vanda sig í vali, en hvernig gerir maður það?“ ❄ UPPLIFÐU TÖFRANDI VERÖLD TULIPOP Gl oo my Fred Bubble MissMaddy Tulipop verslunin Skólavörðustíg 43 101 Reykjavík www.tulipop.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.