Morgunblaðið - 01.12.2017, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 01.12.2017, Qupperneq 38
38 Jólablað Morgunblaðsins Þótt Nanna sé lítið jólabarn á hún ekki í erfið- leikum með að galdra fram girnilega jólaupp- skrift fyrir lesendur. Hún gerði sér lítið fyrir og reiddi fram hátíðlega önd, sem er tilvalin á jól- unum eða öðrum tyllidögum. Nanna segir að gott geti verið að hafa einhverskonar rækju- eða humarrétt í forrétt, og jafnvel heimagerðan súkkulaðiís í eftirrétt. „Þetta kallar svo sem ekki á neitt sérstakt. Mér finnst bara um að gera að hafa ekki eitt- hvað allt of þungt og salt í matinn,“ segir Nanna. Fyrir 3-4 Þessi uppskrift er úr bókinni Pottur, panna og Nanna, en hér er öndin þó fyllt og meðlætið annað. Mér finnst best að brúna öndina bæði í upphafi og í lokin en hafa hægan millikafla. 1 aliönd pipar og salt 2 perur (eða epli) 100 g gráfíkjur (eða apríkósur) 2 laukar 2-3 gulrætur 2 sellerístönglar 2 rósmaríngreinar (einnig má nota timían) 1-2 lárviðarlauf 250 ml vatn, sjóðandi sósujafnari eða hveiti til þykkingar Hitaðu ofninn í 230°C. Taktu innmatinn úr öndinni og skerðu hann í bita. Þerraðu öndina vel með eldhúspappír. Gott er að skera kross- mynstur í fitulagið á bringunni – en ekki niður í kjötið – til að feitin sem bráðnar af öndinni geti auðveldlega runnið niður. Kryddaðu öndina að innan og utan með pipar og salti. Flysjaðu per- urnar og skerðu þær í fjórðunga og skerðu grá- fíkjurnar í tvennt. Fylltu öndina með ávöxt- unum. Skerðu lauk, gulrætur og sellerí niður og dreifðu á botninn á stórum steypujárnspotti eða eldföstu móti með þéttu loki. Dreifðu inn- matnum yfir, ásamt kryddjurtunum, og krydd- aðu með pipar og salti. Settu öndina ofan á með bringuna upp og steiktu hana í um 20 mínútur. Helltu þá sjóðandi vatni í pottinn, settu lok á hann, lækkaðu hitann í 140°C og steiktu öndina í um 1½ klst. Taktu pottinn út og hækkaðu hitann aftur í 230°C. Helltu soðinu úr pottinum í sigti sem haft er yfir skál. Settu pottinn með öndinni aft- ur í ofninn, án loks, og steiktu í um 15 mínútur, eða þar til hamurinn er fallega gullinbrúnn og stökkur. Taktu öndina þá út og láttu hana bíða á meðan sósan er búin til: Fleyttu mestalla fit- una ofan af soðinu. Settu það í pott og hitaðu að suðu. Þykktu það með sósujafnara eða hveiti- jafningi, smakkaðu og bragðbættu eftir smekk. Settu öndina á stórt fat og dreifðu meðlæti (gjarna litríku) allt í kring. Meðlætið á mynd- inni er heimagert rauðkál, heilar litlar perur léttsoðnar í sítrónuvatni, heilar gráfíkjur, gufu- soðið spergilkál, mandarínuhelmingar létt- steiktir í smjöri, radísur, pekanhnetur og blá- ber, skreytt með fersku lárviðarlaufi og steinselju. Með þessu er svo upplagt að hafa soðnar og smjörsteiktar kartöflur, auk sós- unnar. Getty Images Getty Images Nanna segir að humar- eða rækjuréttur gæti vel virkað sem forréttur með öndinni. Ís er alltaf góður eftirréttur, og ekki síður á jólunum. Heilsteikt aliönd með perum og gráfíkjum Það þarf ekki alltaf að bjóða upp á hamborgarhrygg. Nanna Rögnvaldar galdraði fram girnilega hátíðarönd. Heitt kakó með þeyttum rjóma er algerlega ómissandi drykkur á að- ventunni. Flestir eru sælir og glaðir með hefðbundið súkkulaði í bolla, en aðrir eru ögn djarfari og til í að leyfa bragðlaukunum að prufa eitt- hvað nýtt. Mjólkurkaffi með graskersbökubragði, eða „pumpkin spice latte“, er vinsæll drykkur vestanhafs og þá sérstaklega í kringum hrekkja- vöku og þakkargjörðarhátíðina. Íslendingar eru tiltölulega nýbúnir að uppgötva drykkinn ljúffenga, en hann hefur verið að sækja í sig veðrið á kaffihúsum landsins undanfarið. Auðveldlega má útfæra heitt hátíð- arsúkkulaði með graskersbökubragði heima við, en drykkurinn ætti að koma hvaða fúllynda trölla sem er í heljarinnar jólaskap. Fyrir tvo 2 bollar nýmjólk (eða plöntumjólk fyrir þá sem neyta ekki dýra- afurða) 2 msk. ósætt kakó (að sjálfsögðu má einnig nota súkkulaði) 1 msk. hlynsíróp (eða hunang) 1 tsk. graskersbökukrydd (ef erfiðlega gengur að finna tilbúið krydd í verslunum má notast við heimatilbúna blöndu) Öllum innihaldsefnum skellt í pott og hitað að suðu. Borið fram með þeyttum rjóma og skreytt með svolítilli kryddblöndu eða súkku- laðispæni. Þeir sem vilja gleðja sykurpúkann enn meir geta jafnvel bætt sykurpúðum í drykkinn. Heimatilbúin graskersbökublanda 3 msk. kanill, 2 tsk. engifer, 2 tsk. múskat, 1 ½ tsk. allrahanda, 1 ½ tsk. negull Öllu blandað saman í litla skál eða hrist saman í krukku. Krydd- blönduna má nota í ýmislegt annað, svo sem múffur og fleira. Getty Images Heitt kakó með graskersbökukeim Bolli af rjúkandi súkkulaði er ómiss- andi á aðventunni. Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355 www.selena.is • Næg bílastæði Selena undirfataverslun Opið alla daga til jóla * Náttföt * Náttkjólar * Sloppar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.