Morgunblaðið - 01.12.2017, Qupperneq 92

Morgunblaðið - 01.12.2017, Qupperneq 92
J ana Rut flutti í bæinn frá Akureyri fyrirþremur árum til þess að hefja stílistanám íReykjavík Fashion Academy sem síðar leiddihana út í fjarnám við að skipuleggja brúð-kaup og skreyta. „Árið 2015 langaði mig að læra eitthvað nýtt og þar sem ég er mjög skipulögð, smámunasöm og finnst gaman að föndra fór ég að leita að námi. Þá hnaut ég um Qc Event School sem er í Kanada og kennir allt mögulegt. Það vildi svo heppilega til að þeir kenna allt í fjarnámi. Ég fann þar nám sem mér leist vel á; International Event and Wedding Planner. Í miðju námi tók ég eftir því að þetta nám var allt um skipulagningu en ekki skreytingar þannig að ég ákvað að bæta við Inter- national Event Decor pro- fessional í sama skóla. Þar lærði ég allt um skreyting- ar og uppröðun á sal svo eitthvað sé nefnt. Event and Wedding planner kláraði ég í október 2016 og Event Decor í nóvember 2016,“ segir Jana Rut. Eftir að hún kláraði námið hefur hún skreytt fyrir nokkur brúð- kaup, afmæli og skírnarveislur og tekið að sér að sauma föt fyrir 14 tískusýningar. Jana Rut hefur un- un af því að gera fallegt í kringum sig. Jana Rut notaði mikinn jólasnjó þegar hún skreytti jólaborðið í ár. „Mér finnst snjór mjög jólalegur og fallegur og ákvað að nota hann mikið í þessa skreytingu. Heima hjá for- eldrum mínum hefur alltaf verið lítið jólaland á gamla skenknum þeirra. Mér finnst það alltaf jafn skemmtilegt og ákvað núna að búa til nokkur lítil jólalönd og setja á jólaborðið. Ég ákvað að nota krukkur undir löndin því mér finnst mjög gaman að nota hversdagshluti í skreyt- ingar,“ segir hún. Jana Rut braut servíetturnar saman á spennandi hátt. „Þetta brot fann ég á Pinterest og það heitir The diplomat fold á ensku. Ég bætti svo sjálf við jólakúlun- um, mér finnst þær gefa brotinu smá jólastemningu.“ Jana Rut notaði á borðið diska sem keyptir voru í búð við Laugaveg en hnífapörin fengu foreldrar hennar í brúðkaupsgjöf. Það sama má segja um glösin. Hún hefur alltaf verið mikið jólabarn og hlakkar alltaf Jana Rut notaði krukkur á jólaborðið og bjó til litlar jólasögur í hverri krukku. Jólasnjórinn skapar stemningu Jana Rut Magnúsdóttir er sniðug og skapandi. Hún skreytti jólaborð fyrir Jóla- blaðið og kennir hér smekkleg sérvíettubrot. Marta María | martamaria@mbl.is mikið til að byrja að skreyta húsið, baka smákökur og auðvitað smakka deigið. Aðspurð hvað komi henni í jóla- skap nefnir hún snjóinn. „Ég er að norðan þannig að ég hef vanalega verið komin í jólaskap í október eða nóvember þegar snjórinn kemur. Hann kemur aðeins seinna hér á höfuðborg- arsvæðinu þannig að síðan ég flutti suður hef ég byrjað aðeins fyrr á jólalögum en vant er, samt bara í nóvem- ber. Skreytingar koma mér líka alltaf í jólaskap; að sjá öll ljósin í öllum litunum lýsa upp bæinn.“ Hvað myndir þú aldrei gera á jólunum? „Fara til útlanda án þess að taka með mér hangi- kjöt og hamborgarhrygg.“ Jana Rut kann að meta hefðbundinn jólamat eins og hangikjöt, jafning og kartöflur. „Á aðfangadag er oftast grafið lambakjöt í forrétt, hamborgarhryggur, brúnaðar kartöflur, sósa og meðlæti og eftirrétt- urinn er oftast frómas.“ Þegar Jana Rut er beðin að rifja upp eftirminnilegustu jólin nefnir hún jólin þegar hún var 17 ára. „Þá fórum við fjölskyldan suður um jólin. Við fengum stórt hús lánað hjá frænku minni og gistum þar öll fjöl- skyldan og þá er ég að tala um alla fjölskylduna; amma og afi, börn þeirra og barna- börn. Við eyddum jólunum í að púsla, borða og horfa á nokkrar jólamyndir. Ég man eftir að vakna alltaf þegar það var kallað „matur“ – ég gerði ekki mikið þau jól annað en að vera með fjölskyld- unni enda var mjög gaman.“ Hvernig verða jólin hjá þér í ár? „Ég vinn í verslun þannig að ég er búin með megnið af jólagjöfunum og skreytingum í byrjun desember. Við skreytum jólatréð alltaf um 20. desember. Eftir vinnu á Þorláksmessu fer ég til foreldra minna og bróður og við hlustum á Þorláksmessutónleikana hans Bubba. Á aðfangadag tökum við allt mjög rólega; mamma eldar og ég skreyti matarborðið og hjálpa henni svo með matinn. Maturinn er alltaf kominn á borð klukkan 18.00 og allir sestir. Við erum líka með þá hefð að horfa á Die Hard um jólin – það er alltaf valið eitt gott kvöld í þá mynd, enda mjög góð jólamynd.“ Hvað er best við jólin? „Það er allt svo fallegt í kringum okkur, ljós um allt, vonandi allt hvítt í kring og það eru allir svo glaðir og fjölskyldurnar hittast og hafa gaman.“ Stellið er frá foreldrum Jönu Rutar. Morgunblaðið/Hari Jana Rut Magnúsdóttir lærði að skipuleggja brúðkaup og viðburði í skóla í Kanada. 92 Jólablað Morgunblaðsins Jólagjöfin fæst hjá okkur! Sími: 553-3450 · www.spilavinir.is Suðurlandsbraut 48 · Bláu húsunum í Skeifunni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.