Jökull


Jökull - 01.01.2014, Side 112

Jökull - 01.01.2014, Side 112
Hjörleifur Guttormsson að til, að það sé dregið af þeim fjölda vatnsfalla sem frá jöklinum renna. Þessi annars glöggskyggni náttúrufræðingur lenti á villigötum þegar hann vís- aði á Grænalón sem upptök Grímsvatnagosa, en til- gáta hans lifði góðu lífi í meira en öld. Í riti sínu um Sögu íslenskra eldfjalla s. 78, segir Þorvaldur Thoroddsen að nafnið Grímsvötn sé nú óþekkt og tek- ur í raun undir ofangreinda hugmynd Sveins Pálsson- ar um Grænalón sem hin týndu Grímsvötn. Á annarri skoðun var m.a. Sigurður Gunnarsson á Hallormsstað (1812–1878), ættaður úr Þingeyjarsýslu, sem sagði í ritgerð í Norðanfara 1876, ári eftir Dyngjufjallagosið 1875, af tilefni skrifa William Lord Watts um Vatna- jökul: „Það er leiðinlegt til þess að hugsa, að út- lendingar, rammókunnugir, skuli verða fyrri til, að kanna jöklana okkar og umbrot náttúrunnar í óbyggð- unum, heldur en vorir menn kunnugir. Svo skýra þess- ir ókunnugu menn ranglega frá mörgu, eins og sumt er í skýrslu herra Wats, og eins má telja Vatnajökul al- gjörlega ókannaðan fyrir hans ferð í dymmviðrum ... Að minnsta kosti þurfum við að skoða sjálfir það sama og þeir lýsa, til þess að vita hvað rjett er. - Innlendir menn eiga að kanna landið okkar eptir reglum, sem þeim væri settar, og á að veita fje til þess. ... Með- al þeirra þurfa að vera menn, sem jarðfróðir eru og mælt geta hæðir og fleira. – Vatnajökull, þessi mikli jökulfjallaklasi, hafði gosið eldi samfleitt 9 til 11 ár á undan umbrotunum í fyrra [1875] norðan við hann. - Hver veit um þær eldgosastöðvar? Hver hefir skoðað Grímsvötn og hveri þá, sem þar vella alla tíð?“ Sigurður Þórarinsson (1974, s. 21) telur auðsætt af ummælum Sigurðar Gunnarssonar, að hann hafi talið Grímsvötn vera eldstöðvar í Vatnajökli. Önn- ur dæmi sem Sigurður tilfærir, eins og áreiðanlegar mælingar austanlands á gosmekki frá eldsuppkomu í Vatnajökli 1883 og sem líklega voru gerðar af Páli Vigfússyni á Hallormsstað, segir hann staðfesta að á seinnihluta 19. aldar hafi Skaftfellingar og Aust- firðingar vitað gjörla um staðsetningu Grímsvatna í jöklinum. Um þetta tekur Sigurður þannig til orða: „Grímsvötn höfðu því verið nákvæmlega staðsett hálf- um fjórða áratug áður en Ygberg og Wadell komu að þeim, en um þessa staðsetningu mun þeim hafa ver- ið ókunnugt, enda þótt hennar sé getið í eldfjallasögu Thoroddsens.“ Leitin að Vatnajökulsvegi En víkjum nú að leit manna fyrr á öldum að færri leið skammt norðan Vatnajökuls milli Austurlands og Suðurlands, sem fékk á 19. öld nafnið Vatna- jökulsvegur og síðar Gæsavatnaleið.1 Við byrjum á Árna Oddssyni lögmanni (1592–1665), syni Odds Einarssonar biskups, en fræg er sagan um ferð hans úr Vopnafirði 1618 til Þingvalla með málsskjöl er miklu skiptu í deilu þeirra feðga við Herluf Daa höfuðs- mann, sem Íslendingar kölluðu Herlegdáð (Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri I–VI). Árni kom með skipi frá Kaupmannahöfn fjórum dögum fyrir þing þar sem út- kljá skyldi málið. Sprengdi hann tvo hesta í reið frá Vopnafirði að Brú á Jökuldal, en keypti þar einstakan gæðing brúnan. Hann náði á Þingvöll með málskjöl- in á elleftu stundu, og skipti sú þeysireið sköpum og var Daa settur af ári síðar. Sumir halda að Árni hafi náð frá bænum Brú á Þingvöll á 4 eða 5 sólarhringum og riðið stystu leið fram með Vatnajökli norðanverð- um, en allt eru það getgátur. Þó minnir ferð Árna á ummæli Gísla Oddssonar bróður hans í ritinu Und- ur Íslands (1942, s. 104) þar sem segir; „Jökulsá [á Fjöllum] sem er langmest allra fljóta á Íslandi, því að stundum er hún yfir tvær eða þrjár rastir á breidd við fjöllin, og þó að þetta sé ótrúlegt, þá hef ég að vísu reynt það ásamt félögum mínum með ærinni hættu, að svo er.“ Samanburður á reið Árna við ferð Kofoeds- Hansen í ágústmánuði 1912 (Suðurland 1912, s. 42) er freistandi, en hann fór einn síns liðs frá Brú á Jökuldal að Skriðufelli í Þjórsárdal á tæpum 5 sól- arhringum og hafði tvo til reiðar, svaf að eigin sögn samtals í 12 stundir á allri leiðinni. Kreppu reið hann í tveimur straumhörðum kvíslum skammt norð- ur af Grágæsadal, fór „á grjótum“ yfir kvíslar Jökuls- ár á Fjöllum og norðarlega yfir Holuhraun og var það sæmilegt yfirferðar. Frá Dyngjuhálsi hélt hann norðan Tungnafellsjökuls vestur á Sprengisandsveg. Að mati Ólafs Jónssonar (Ódáðahraun I, s. 356) sýndi ferð Kofoeds „að Vatnajökulsvegur gat vel komið til greina 1Utan við þessa umfjöllun falla ferðir biskupa og fleiri um Sprengisand, Suðurárbotna og norðanvert Ódáðahraun fyrr á öldum, einnig frásögn Hrafnkels sögu Freysgoða um ferð Sáms Bjarnasonar til Alþingis sunnan Mývatnsfjalla í Króksdal og suður Sprengisand. 112 JÖKULL No. 64, 2014
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.