Jökull


Jökull - 01.01.2014, Blaðsíða 139

Jökull - 01.01.2014, Blaðsíða 139
Skíðaganga vorið 1976 Er við komum á fætur daginn eftir var frostið 2◦, suðvestan 4 til 5 vindstig og ennþá skafrenningskóf. Upp úr kl. 10:00 datt skafrenningurinn niður og varð þá alveg heiðskírt. Hálftíma seinna lögðum við af stað frá skálanum í sæmilega þurrum flíkum, og harla kátir með skyggnið, sem var í einu orði sagt frábært. Þeg- ar við komum niður af hryggnum sem skálinn stend- ur á, voru tekin upp segl, og siglt í góðum byr eftir sléttunni inn með Blágnípu. (Seglin sem við notuð- um voru hlífðarpokar utan um svefnpoka okkar sem Magnús hafði látið sauma fyrir ferðina). Er kom inn undir Blágnípujökul datt á dúnalogn og hiti fór upp yf- ir frostmark. Á meðan segl voru tekin saman, virtum við fyrir okkur hið ægifagra útsýni sem birtist okkur þegar litið var í átt til Kerlingarfjalla, það var ógleym- anleg sjón. Við höfðum áætlað að fara upp Blágnípu- jökul en hann reyndist mjög sprunginn. Við völdum þess vegna að fara þétt með rótum Blágnípu, milli hennar og skriðjökulsins, og sneiða bratta brekku upp að vatnaskilum ofan hennar. Þetta reyndist afar erf- ið ganga þar sem snarbrött snjólítil skriða með stöku hengjum var á vinstri hönd, en rosalegir jökulhamr- ar og gapandi sprungur til hægri handar. Þegar of- ar dró jókst brattinn, og urðu tveir að draga hvern sleða þar sem brattast var. Nú kom sér vel að eiga birgðir af þrúgusykri þegar fór að ganga á orkuna. Er þarna var komið sögu dró hratt upp á heiðan him- in svarta skýjabólstra, og svo fór fljótlega að snjóa. Seinnipart dags, er við vorum komnir á sjálfan Hofs- jökul ofan Blágnípu, tókum við stefnu 37◦ misvísandi og hófum jökulgönguna. Þegar við vorum komnir um 5 kílómetra inn á jökulinn fór að hvessa allverulega af norðaustri og sýndi þá hæðarmælir Magnúsar 1350 m. Ákváðum nú að tjalda, því hríðin var í fangið og komið undir kvöld. Við tjölduðum stóra tjaldinu, en meðan á því stóð gerði stólpa rok, og í sviptingunum stakkst súluoddur upp í gegnum tjaldþakið við mæn- inn og rauf þar 10 sentímetra langa rifu. Gerðum við tilraun með að líma fyrir gatið, það tókst ekki en einu saumspori gátum við þó komið á miðja rifuna og var látið þar við sitja, því skollið var á snarvitlaust veður með iðandi snjókófi svo ekki sást út úr augum. Sem betur fór stóðst tjaldið þá miklu sviptibylji sem gengu yfir alla nóttina, en lætin voru svo mikil að ekki voru tök á neinni eldamennsku. Skriðum við því allir í poka og sváfum dúr og dúr við mikil þrengsli og snjóýring frá rifunni við mæninn. Þegar birta tók af degi sáum við að allt innan tjaldsins var þakið þykku snjólagi og pokar orðnir blautir. Upp úr kl. 08:00 fór veður að ganga niður og frost aðeins 2◦. Byrjuðum á að moka snjónum út úr tjaldinu og síðan var eldaður sameiginlegur kvöld- og morgunverður. Að því loknu var smurt nesti og hit- að te á brúsa til dagsins. Skafrenningurinn féll alveg niður um kl. 10:00 og að lokinni matseld, áti og frá- gangi öllum, var lagt af stað skömmu fyrir hádegi og stefnt á hábungu Hofsjökuls. Veður var nú orðið hið besta, norðvestan andvari og léttskýjað. Afar fallegt var að horfa suður yfir hálendið með Kerlingarfjöll í forgrunni, allt var landið mjallahvítt og hið næsta okkur sindruðu ógrynni snjókristalla í sólskininu. Sú sýn var okkur mikil umbun eftir blindgöngu dagana á undan. Skíðafæri var þokkalegt fyrir utan það, að í djöfla- ganginum um nóttina höfðu myndast harðir rifskaflar, sem hömluðu drætti pulknanna. Sumir skaflarnir voru það háir og brattir, að pulkur fóru á hliðina eða ultu alveg um koll, og þurfti þá auðvitað að koma þeim á réttan kjöl áður en haldið var áfram. Upp úr kl. 16:00, þegar við vorum komnir á sunnanverða hábungu jök- ulsins, fór að bera á lágarenningi sem ágerðist er lengra kom. Er við tjölduðum kl. 18:00 á norðaust- anverðri hábungunni í um 1700 metra hæð, var kom- inn töluverður skafrenningur með 9◦ frosti. Föt okkar voru rök eftir snjóýringinn nóttina áður svo þau fóru að frjósa, enda lækkaði hitastigið hratt. Tjölduðum við nú bæði stóra og litla tjaldinu til að rýmra yrði um okkur þessa nótt, og voru fjórir í því stærra en tveir í því minna. Þessi nótt var sú kaldasta frá upphafi ferðar okkar, því frostið fór niður í 23◦ og varð okkur flestum helvíti kalt og lítið um svefn. Pálmasunnudagur gekk í garð og við fórum snemma á fætur. Fararstjórinn hóf matseld kl. 06:00 og tókst honum vel upp að vanda. Erfiðlega gekk að taka saman tjöld, því þau voru beingödduð eins og flest annað sem úti var. Skóna höfðum við haft milli fóta okkar í svefnpokunum, svo þeir voru þurrir og mjúkir þegar við fórum í þá. Er við lögðum af stað áleiðis til Laugafells kl. 09:30 var frostið 22◦, stafa- logn og heiðmyrkur en sá til sólar upp úr hrímþok- JÖKULL No. 64, 2014 139
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.