Jökull


Jökull - 01.01.2014, Page 141

Jökull - 01.01.2014, Page 141
Skíðaganga vorið 1976 unni þótt skyggni væri ekki meira en 200 metrar eft- ir jöklinum. Til að byrja með var göngufærið svipað og áður, en brátt fór færið að breytast, snjórinn varð lausari og lausari uns kom að því, að hann var vaðinn að hnjám á skíðunum. Reyndist nú leiðin torsóttari og erfiðari, svo stöðugt þurfti að skipta um forgöngu- mann til að troða slóð. Þótti okkur ærið kyndugt að leiðin niður af jöklinum varð mun erfiðari en þegar við puðuðum upp að sunnan gegnum rifskaflana. Milli kl. 14:00 og 15:00 gengum við niður úr hrímþokunni og fljótlega tók sólin öll völd svo við fengum fagurt út- sýni yfir hálendið norðan og austan Hofsjökuls. Er þokunni létti, sáum við að stefnan var beint á Lauga- fellshnúk, svo kúrsinn var réttur sem fyrr. Komið var logn með sólskininu, svo við tylltum okkur á sleð- ana, fengum okkur bita og nutum útsýnisins, því nú hafði hvert fjallið af öðru komið í ljós. Í norðvestri reis Mælifellshnúkur, í hánorðri var Nýjabæjarfjall og handan þess fjallgarðurinn mikli milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar með Kerlingu sem kórónu. Austar mátti sjá Mývatnsfjöllin öll og suður af þeim Herðubreið, Dyngjufjöll, Trölladyngju og Kverkfjöll. Vatnajökull glampaði í kvöldsólinni þar suður af, með Tungna- fellsjökul í forgrunni. Ennþá sunnar sá til Hágangna, Hamars og Kerlinga. Vel gekk síðasta spölinn niður af jöklinum og vorum við komnir að jökulrönd kl. 19:00. Þarna við jökuljaðarinn urðu snögg skipti á skíðafærinu, lausa- snjórinn hvarf en í staðinn kom hjarn með þunnu nýs- nævi í lægðum. Áðum við nú aðeins stutta stund og smurðum skíðin með tilheyrandi áburði, því meining- in var að ná skálanum við Laugafell fyrir nóttina. Er við vorum nýlagðir af stað tók að kula af suðri, og há- skýjahulu dró upp á suðurhimininn. Við rétt náðum mynni skarðsins milli Laugafellshnúks og Laugafells fyrir myrkur en höfðum lítil not af tungli þó að til þess sæist öðru hvoru gegnum háskýjahuluna. Þótt rösk- lega væri gengið var okkur frekar kalt, því frostið hef- ur sennilega verið milli 15◦ og 20◦ samfara talsverðri golu, en ekki vorum við vissir um þetta, því hitamæl- ir hafði brotnað á leið niður jökulinn. Er við vorum komnir í gegnum skarðið milli hnúkanna, renndum við okkur yfir Laugaá og skipuðum okkur í breiðfylk- ingu til að finna skálann. Það tókst okkur í fyrstu til- raun, en er þangað kom var farið að nálgast miðnætti. Við vorum allir töluvert þreyttir er í skálann kom, enda hafði þessi 40 kílómetra áfangi verið erfiður þótt alltaf hafi hallað undan fæti. Ákváðum þess vegna að dvelja í skálanum næsta dag, safna kröftum og búa okkur undir ferðina niður í Eyjafjörð. Sváfum út og dvöldum allan daginn í þessum góða skála sem reistur var af Ferðafélagi Akureyrar á árun- um 1948 til 1950. Skálinn var í mjög góðu ástandi, búnaður innanstokks til fyrirmyndar og umgengni öll ferðalöngum til sóma. Þennan dag var hvasst af suð- austri með háarenningi og hreint ekki ferðaveður. Flesta morgna ferðarinnar höfðum við haft talstöðv- arsamband, ýmist við Carl Eiríksson verkfræðing eða veðurstöðina á Hveravöllum og stundum fengið veð- urspá fyrir miðhálendið. En þennan morgun brá svo við að ekkert samband náðist, hvorki við Hveravelli né Carl. Allan daginn hlustuðum við öðru hverju á talstöðina og loks kl. 18:00 náðum við sambandi við Sandbúðir. Við báðum um veðurspá fyrir hálendið suður af Eyjafirði og reyndist hún slæm fyrir morg- undaginn, norðaustan 7 vindstig með snjókomu. Við vorum því uggandi um að komast á leiðarenda dag- inn eftir. Að loknu samtalinu við Sandbúðir kom Carl hvellsterkur í loftið og tók hann skilaboð frá okkur til fjölskyldnanna. Deginum vörðum við í að kýla vömb- ina, þurrka poka og plögg og annan þann búnað sem blotnað hafði í ferðinni. Gáfum okkur svefni á vald skömmu fyrir miðnætti og í þann mund gekk veðrið niður. Við vöknuðum kl. 05:00 og þá var enn logn og úr- komulaust. Ákváðum að heyra veðurspána kl. 07:00 og var hún mun betri en sú í gær, norðaustan stinn- ingskaldi og minni úrkoma. Fórum við því í snatri að búa okkur af stað, en um svipað leyti byrjaði að mugga lítilsháttar af norðaustri og hiti var um frostmark. Þar sem nýsnævi var á hjarninu hlóðst mjög á skaraklístrið, sem við höfðum sett undir skíð- in við jökulröndina. Eftir skamma stund urðum við að skafa allt klístrið undan og að loknu miklu bauki og mörgum áburðartegundum, komumst við aftur af stað. Fljótlega fór að hvessa og kólna með aukinni snjókomu, vindur snérist til norðvesturs og skyggni nær ekkert, svo enn urðum við að ganga eftir átta- vita. Er þarna var komið ákváðum við að fara ekki Vatnahjalla, heldur stystu leið niður í Eyjafjarðardali JÖKULL No. 64, 2014 141
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.