Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 9
H á s k a l e g o g ó s j á l f b æ r s a m f é l a g s t i l r a u n
TMM 2010 · 1 9
umsvif þeirra fyrst og fremst á erlendum vettvangi. Þeir keyptu fjár
málafyrirtæki í öðrum löndum, opnuðu útibú og juku alþjóðleg við
skipti sín. Þessi mikli vöxtur var auðveldari en ella vegna þess að með
aðildinni að Evrópska efnahagssvæðinu varð Ísland aðili að frjálsu flæði
fjármagns og skapaði laga og regluumgjörð um fjármálakerfið á grund
velli tilskipana Evrópusambandsins. Það þýddi m.a. að starfsleyfi
íslensks fjármálafyrirtækis náði ekki aðeins til starfsemi á Íslandi heldur
í öllum löndum EES. Heimilt var t.d. að reka útibú hvar sem var í EES
löndunum. Evrópskt laga og regluumhverfi skapaði íslensku bönkunum
því sama svigrúm til athafna á öllu EESsvæðinu og þeir höfðu á
Íslandi.
Í umfjöllun um bankahrunið velta menn eðlilega mikið fyrir sér
mánuðunum fyrir hrun og reyna að átta sig á því hvort bankamenn,
eftirlitsaðilar og stjórnvöld hafi aðhafst eitthvað það sem gert hafi hrun
ið meira en það ella hefði orðið, eða hitt, látið eitthvað ógert sem hefði
getað afstýrt eða dregið verulega úr hruninu.
Án þess að reynt sé með nokkrum hætti að draga úr mikilvægi
atburðanna mánuðina fyrir hrun þá er ekki hægt að horfa framhjá því
að meginorsakanna fyrir hruninu er ekki að leita í aðgerðum eða
aðgerðaleysi banka, eftirlitsaðila og stjórnvalda á Íslandi á árinu 2008. Á
þetta hafa Wilhelm Buiter og Ann Sibert m.a. bent í grein sem þau skrif
uðu eftir hrun en þar segja þau m.a.: „… it was not the drama and
mismanagement of the last three months that brought down Iceland’s
banks. Instead it was absolutely obvious, as soon as we began, during
January 2008, to study Iceland’s problems, that its banking model was not
viable.“ Og áfram halda þau og segja: „This was clear in July 2008, as it
was in April 2008 and in January 2008 when we first considered these
issues. We are pretty sure this ought to have been clear in 2006, 2004 or
2000. The Icelandic banks’ business model and Iceland’s global banking
ambitions were incompatible with its tiny size and minor-league currency,
even if the banks did not have any fundamental insolvency problems.“9
V. Efnahagslögmálum storkað
Orsakanna fyrir hruni bankakerfisins er að leita í þeirri staðreynd að
íslenskt bankakerfi var löngu vaxið íslensku samfélagi yfir höfuð. Stærð
bankakerfisins nam nífaldri þjóðarframleiðslu, það var alþjóðlegt frem
ur en íslenskt, skuldir þess og hlutabréf voru í erlendum gjaldmiðlum og
það þurfti viðskiptavaka og lánveitanda til þrautavara í erlendum gjald
miðlum. Fjármálakerfið hafði hins vegar aðeins bakstuðning Seðla