Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 25

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 25
S ú l e y n d a á s t TMM 2010 · 1 25 menntaumræðu eins og það heitir í dag. Á gamals aldri átti hann sér þann draum að ljúka við skáldsöguna um hommann Njalla sem hann hafði þó skrifað minnst af, en kannski samið því meira af í huga sér. Njalli var óheftur kynlífsseggur sem Elías eignaði ljóðbrot og viskumola (aulabrandara). Hann hafði komist til þess að skrifa upphafið en lítið meira. Í upphafi sögunnar átti Njalli að hafa orðið ástfanginn af dóttur efnaðs kaupsýslumanns með skrifstofu neðarlega við Laugaveg eða þar um kring. Njalli gengur niður Skólavörðustíg á leið til fundar við kaup­ sýslumanninn og er erindið að biðja um hönd stúlkunnar með form­ legum hætti. En framan við kaffistaðinn sívinsæla, Mokka, hendir það hann að verða fyrir barnavagni, missa fótanna og meiðast í fallinu. Hann nær því ekki það sinnið á fund föður stúlkunnar með erindi sitt og kannski aldrei. Mér þykir mega dæma af þessum fáu orðum vafa um kynhlutverk og varla er heldur tilviljun að listamannakaffihúsið Mokka er í námunda við Njalla á viðkvæmu augnabliki. 3 Elías orti ljóðaflokkinn Fimmæru, Quinqannium, undir lok sjötta ára­ tugarins. Hann er enn óbirtur og fáum kunnur fram að þessu. Þar er um að ræða uppgjörsmál við ástmann frá Kennaraskólaárum beggja og nær efnið fram til þess er ástvinurinn flytur úr landi til langdvalar. Ljóða­ flokkurinn með þessu illframberanlega heiti er ortur fimm árum eftir að upp úr ástarsambandinu slitnaði. Sá sem ávarpaður er er um áratug yngri en ljóðmælandi. Ljóðaflokk­ urinn greinir frá fyrstu kynnum ástvinanna á erlendri grund og strax í upphafi er sleginn tónn þrár og eftirsjár: Parcul Chismigiu. Höfgur meiður drúpir, bára hvikar á vatni í kyrrð suðrænnar nætur. Íslensk stúlka veitir mér ást sína undir erlendum himni. En ég þráði – þig. Og litlu síðar segir í sama ljóði: Hve víðsfjarri voru ei þær lostfögru meyjar sem áður höfðu viljað leiða mig í þennan stað; ekki til lengur; höfðu aldrei verið til. Líknsöm var nóttin undir þeim bjarta himni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.