Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Qupperneq 63

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Qupperneq 63
S t r a u j á r n i ð o g v i s k í f l a s k a n TMM 2010 · 1 63 stóð framarlega í tólftónaheiminum, og samdi meðal annars Fimm skissur fyrir píanó (1956–58) og þrjú lög við kvæði úr Tímanum og vatn- inu (1958–60). Þau vöktu nokkra athygli erlendis – píanóstykkin hljóm­ uðu á Norrænni tónlistarhátíð í Stokkhólmi 1960 og sönglögin á ISCM­ hátíðinni í Vínarborg sumarið 1961 – en annars fór lítið fyrir Fjölni á vettvangi tónsmíðanna og hann helgaði feril sinn skólastjórastarfi við Tónlistarskóla Kópavogs.12 Einmitt í þann mund sem virtist ætla að fjölga í sveit íslenskra tólf­ tónaskálda venti Magnús Blöndal Jóhannsson kvæði sínu í kross og fann sköpun sinni nýjan vettvang. Í hljóðverum Ríkisútvarpsins voru segul­ bandstæki frá Telefunken sem mátti nota til að skapa nýja tóna í ætt við það sem helst var á döfinni í Evrópu; þar voru líka sínusbylgjutæki, bergmálstæki og filterar og þau fékk tónskáldið unga að nota þegar vinnudegi lauk. Raftónlist var ungt fyrirbæri á heimsvísu og fyrstu ótvíræðu meistaraverkin í þeim geira höfðu nýlega litið dagsins ljós: Poéme électronique (1956–58) eftir Edgard Varèse og Gesang der Jüng- linge (1955–56) eftir Karlheinz Stockhausen. Magnús fór gætilega í slík­ ar tilraunir í fyrstu og samdi verk þar sem hann blandaði saman hefð­ bundnum hljóðfæraleik og elektróník af bandi. Elektrónísk stúdía fyrir blásarakvintett og píanó (1959) er fyrsta íslenska verkið þar sem raf­ tónlist kemur við sögu. Verkið skiptist í átta hendingar þar sem sín­ ustónar og kammerspil heyrast til skiptis; aðeins í fimmta hlutanum leika hljóðfæraleikararnir með elektróníkinni. Hér er krökkt af krass­ andi andstæðum: háir og lágir sínustónar og ómstríð tónbil – mest tví­ undir og sjöundir – gefa tónlistinni framandi blæ. Í rafköflunum leikur Magnús sér að eiginleikum bandsins með því að spila ákveðna kafla afturábak. Í greiningu sinni á verkinu hefur Bjarki Sveinbjörnsson bent á að kaflanum frá 28.–96. sekúndu sé snúið við, hljómi „öfugt“ frá 96.– 166. sekúndu.13 Hljóðfærakaflarnir eru í raðtæknistíl svo að segja má að hér kristallist tveir helstu áhrifavaldarnir, Webern og Stockhausen, í einu og sama verkinu. Fáir voru fúsir til að opna eyrun fyrir slíkri tónlist á Íslandi eins og viðtökurnar báru með sér; Elektrónísk stúdía var atómbomban sem Björn Franzson nefndi í umfjöllun sinni um aðra tónleika Musica Nova sem áður var vitnað til. Vestanhafs fetaði þó ungur Íslendingur svipaða braut og Magnús. Í Illinois sat á skólabekk Þorkell Sigurbjörnsson sem hafði veturinn 1960–61 samið sína fyrstu elektrónísku tónsmíð, Leikar 3. Þótt Þorkell héldi sig að mestu við hefðbundin hljóðfæri var hann eigi að síður ákafur talsmaður rafmagnstónlistar. Í greinarkorni í Morgun-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.