Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Síða 130
130 TMM 2010 · 1
D ó m a r u m b æ k u r
Soffía Auður Birgisdóttir
Saga Þórbergs: Þroskasaga
einstaklings og samfélags
Pétur Gunnarsson: ÞÞ – í fátæktarlandi. Þroskasaga Þórbergs Þórðarsonar, JPV útgáfa
2007. ÞÞ – í forheimskunarlandi, JPV útgáfa 2009.1
I
Margt bendir til þess að um þessar mundir séum við að upplifa blómaskeið í
íslenskri ævisagnaritun sem einkennist af ýmiss konar tilraunum með ævi
sagnaformið sjálft. Slíkar formtilraunir hafa lengi tíðkast í sjálfsævisögum en
að mínu viti hefur hið sama ekki verið uppi á teningnum innan ævisagnarit
unar fyrr en undanfarin ár, með örfáum undantekningum.2 Það er alkunna að
ævisagan hefur lengi verið ein allra vinsælasta tegund bókmennta á Íslandi, sú
tegund bókmennta sem á sér stærstan lesandahóp og flestir hafa einhverja
skoðun á. Lengi vel höfðu fræðimenn hins vegar lítinn áhuga á ævisögum sem
rannsóknarefni (allavega í bókmenntafræðum þar sem lengst af var litið á ævi
söguna sem óæðri bókmenntategund) þó margir þeirra hafi að sjálfsögðu verið
dyggir lesendur ævisagna eins og aðrir. Þetta hefur þó breyst mikið á undan
förnum árum, jafnt á Íslandi sem erlendis, og í raun er hægt að tala um spreng
ingu á sviði æviskrifarannsókna undanfarna tvo áratugi, en tugir bóka koma
núorðið út á þessu rannsóknarsviði á hverju ári beggja vegna Atlantsála.
Raunar er ekki skrýtið að ævisagan (og ekki síst sjálfsævisagan) sé sá vett
vangur deilna og skoðanaskipa, bæði innan fræðaheimsins sem utan hans, sem
raun ber vitni. Ástæðan fyrir því liggur einfaldlega í sannleikskröfunni; les
endur ætlast til þess að þar sé lýst „raunverulegum atburðum“ eins og kostur
er og „eins og þeir gerðust“ – „sannleikurinn“ sé þar með öðrum orðum fram
reiddur á einfaldan og auðskiljanlegan hátt. Í umræðunni um æviskrif fer fram
stöðug hugmyndafræðileg umræða, jafnvel barátta, um merkingu hugtaka á
borð við veruleika, sannleika, sköpunargáfu og ímyndunarafl sem og um
aðferðafræði, heimildaúrvinnslu og fleira sem lýtur að vinnubrögðum höfund
arins. En það er einmitt þetta sem gerir æviskrif að svo frjóu og spennandi
sviði fyrir fræðimenn. Hér ætti að nægja að minna á að hatrömmustu deilur
sem sprottið hafa upp innan íslenska fræðasamfélagsins snerust einmitt um
ævisögu; ævisögu Halldórs Laxness eftir Hannes Hólmstein Gissurarson, þar
sem ýmsum þótti Hannes seilast lengra en góðu hófi gegndi inn í texta Hall