Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Blaðsíða 139

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Blaðsíða 139
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2010 · 1 139 íukasta mafíósanna sem stjórnuðu þeim, trúgirni almennings og aumingja­ skapar stjórnvalda, og mótaði með afgerandi hætti efnislegan og ekki síður andlegan veruleika þjóðarinnar. Slíkar stofnanir eru nefnilega ekki sjálfsprottnar, þær tilheyra ákveðnum stað og stund, tilteknum sögulegum veruleika eða samhengi sem hlúir að þeim og býr þeim farveg. Þar gegna embættismenn og kjörnir fulltrúar að sjálfsögðu lykilhlutverki, en um þá er að sumu leyti það sama að segja: hversu hörmulega sem það nú hljómar þá eru þeir afsprengi og endurspeglun okkar eigin óska, birtingarmynd sjálfsmyndar þjóðar. Þar sem lobbíismi er almennt álitinn prívat mál stjórnmálastéttarinnar og hagsmunaárekstrar vandamál sem aðeins er til í útlöndum, er kannski ekki við öðru að búast en að eins og einn forsæt­ isráðherra álíti sjálfsagt að gera sjálfan sig að seðlabankastjóra og umbreytist svo, með sviðna jörð í baksýnisspeglinum, í ritstjóra sögufrægasta dagblaðs þjóðarinnar. Það er í þessu samhengi sem hægt er að skoða ummæli Þorvaldar Gylfason­ ar þegar hann benti á að framvindu ýmissa mála er varða grundvallarstoðir lýðræðis á Íslandi megi líkja við eins konar absúrdleikrit.4 Þarna snertir Þor­ valdur á súrrealismanum sem er innbyggður í íslenskan veruleika og það er einmitt sá þjóðlegi strengur sem reynist aflvaki skáldsögu Eiríks, vélin sem knýr áfram spunann og hliðarveruleikann sem þar birtist, ljær honum útlínur sínar og innri „rökvísi“, og fyndnina, hina jökulhörðu kaldhæðni sem umlyk­ ur einlægnina sem vissulega er einnig til staðar. Gæska er súrrealísk skáldsaga í upprunalegri merkingu hugtaksins. Það er líkt og verkið sé í beinu símasambandi við undirvitund íslensks samtíma og á löngum köflum verður það einna líkast draumaskjánum sem Freud stakk óbeint upp á að hlyti að vera til, og átti við hinn huglæga flöt, andlega tjaldið þangað sem kraumandi öflin í djúpinu varpa myndum sínum, brengluðum, þjöppuðum eða sundurrifnum, umbreyttum og umsköpuðum en þó alltaf í tengslum við fyrirmyndir.5 Þannig birtir skáldsaga Eiríks „kreppuna“ frekar í eins konar draumskjá en spéspegli; kreppan birtist hér sem sjúkdómseinkenni sárkvalinnar þjóðar. Það er í samræmi við þennan súrrealíska streng þegar maður af erlendum uppruna spyr í miðri bók: „Eru allir á þessu landi hálfvitar?“ (157). Nokkru fyrr hafði ein af aðalpersónum bókarinnar lýst landinu sem „fangelsi“ fullu „af vanvitum“ (62). Þessi er reyndar ekki niðurstaða verksins en tónninn í tilvitn­ unum gefur ágætlega til kynna þann hispurslausa þunga sem liggur að baki stungum verksins á þjóðleg graftarkýli, þann „óþjóðlega“ og anarkíska anda sem ríkir í verkinu, en efnistök sögunnar og hugmyndaleg sviðsetning fleyta ákveðinni félagslegri vanþóknun áfram í stöðugum straumi. Ísland er leiksvið fáránleikans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.