Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Side 141

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Side 141
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2010 · 1 141 Þau búa eins og áður segir í háhýsi í ónefndu úthverfi, turni sem rís svo hátt að augað eygir ekki efstu hæðirnar, sjálf Reykjavík séð ofan frá verður lítil og óraunveruleg, enda eru heimili sem þessi tákn fyrir óendanlega velsæld þjóð­ arinnar, sigurgöngu hins smáa sem verður ofsastórt, Íslands með öðrum orðum og bólunnar miklu. Ein af fyrstu rússibanareiðum sögunnar tengist einmitt Freyleifu, en í stórfallegum og útsjónarsömum kafla, sem rís gegn hefðbundinni persónusköpun um leið sem komið er til móts við hana að vissu marki, kynnumst við baksögu hennar, hugsunum og reynsluheimi í eins konar huglægri tímavél. Söguhöfundur, líkt og hann taki sér minnislistamennina í kvikmynd Michels Gondry, Eternal Sunshine of the Spotless Mind, til fyrir­ myndar, skapar heilan heim úr stuttum glefsum: Þú telur sekúndur og mínútur. Telur klukkustundir og daga. Mánuði, ár, áratugi, aldir og árþúsund. Tíminn gengur fram og aftur – sekúndur og mínútur fram á við en nær óendanlega langt aftur. Eins langt og augað eygir, hið minnsta, og líkast til ennþá lengra en þú getur látið þig dreyma um. Og hratt líka, svo ógurlega hratt. Deplar augunum og tíu ár eru horfin: Þú ert nýgift og rétt að verða ólétt í fyrsta sinn … Þú deplar aftur og verður barn. Deplar og verður unglingur. Deplar þig inn í sögubækur. Þú manst ekki Lýðveldishátíðina og manst hana samt. Eða veist hana. Grunar hana. Deplar þig úr borg og út í sveit. (30–31) Það hvernig hinu alþekkta félagslega og bókmenntalega minni („úr sveit í borg“) er hér snúið við í eins konar íslenskri yfirvitund í bakkgír, hvernig reynsla einstaklingsins og þjóðleg vitund (sameiginleg geymd) renna saman, sýnir hvernig tíma­ og rýmisskynjun textans er á flökti; algengt er að hlutum aðskildum í tíma sé stefnt saman í sameiginlegu rými, og sömuleiðis er algengt að fjarskyldum hlutum í rými sé stefnt saman í tíma. Eftirtektarverð er einnig notkun söguhöfundar á annarri persónu í köflun­ um sem tengjast Freyleifu framan af; það er aðferð sem Jay McInernay gerði fræga á sínum tíma en er sjaldan beitt.6 Öðrum hlutum skáldsögunnar er miðl­ að í gegnum fyrstu persónu frásögn (sem undir lokin hefur skemmtilega til­ hneigingu, mitt í sjálfsfróunaröldu, til að breytast í fyrstu persónu fleirtölu: við sjáum, við vildum, við fróum); enn öðrum hlutum bókarinnar er miðlað í gegnum „hefðbundinn“ þriðju persónu sögumann (fyrstu persónu sögumað­ urinn og þriðju persónu sögumaðurinn renna reyndar stundum saman), og jafnvel kemur fyrir að hinn almáttugi þriðju persónu sögumaður yrðir á les­ anda. Allt er þetta til þess fallið að raska samsömun lesanda með textanum. Frásagnarlegt skjól bókarinnar fyrir þá lestrarlegu nautn sem tengd er við inn­ lifun er þannig af skornum skammti. Í þessu samhengi má reyndar velta fyrir sér hvort ákveðið ójafnvægi geri vart við sig hvað varðar „þreifingar“ til pers­ ónusköpunar og þess að hafa einhvers konar manneskjulíki í miðju atburða­ rásarinnar, en sú áhersla fjarar að nokkru leyti út í seinni helmingnum. En þá mætti kannski líka benda á að „þjóðarbrotin“ sem undir lokin taka yfir sögu­ heiminn, eftir að þjóðin sjálf brotnar og hrynur, réttlæti umskiptin á forsend­ um sögunnar sjálfrar. En „þjóðarbrot“ þessi – þeir svakalegustu þjóðflutningar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.