Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Síða 142

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Síða 142
D ó m a r u m b æ k u r 142 TMM 2010 · 1 í íslenskum nútímabókmenntun sem um getur – marka umbrotum bókarinn­ ar ákveðna lógík, ásamt því að taka gráglettna afstöðu til umræðna liðinna ára um innflytjendur, hælisleitendur og fjölmenningarsamfélagið Ísland. VI Þingmannahjónin Halldór og (áðurnefnd) Millý eru einnig kynnt snemma til sögunnar. Hann er harðjaxl á hægri vængnum, stefnir að einkavæðingu skóla­ lóða og berst fyrir „frelsi“, en hún baráttukona fyrir jafnaðarhugsjónum, á sitt sæti „vinstra“ megin í þinginu og þekkist á rauðu hárinu. Halldór er sá sem segir frá í fyrstu persónu og er að sumu leyti skondnasta persóna bókarinnar. Nýfrjálshyggjan sem blés honum í brjóst sjálfstrausti, óbilandi bjartsýni og tryggri heimsmynd glatast nefnilega á einni nóttu. Hann vaknar bókstaflega annar og mýkri maður, uppfullur af skopstældum hugðarefnum vinstrimanna. Hann verður „bleeding heart liberal“ sem bókstaflega verkjar í réttlætiskennd­ ina. Það mætti kannski segja að almennar hugmyndir um „kvenleg gildi“ og gæsku nái yfirhöndinni í vitund hans, í bland við kennisetningar forngrísks paródísks heimspekiskóla. Þess ber að geta í þessu samhengi að konur og hið kvenlega mynda lykilsvið skáldverksins, allt frá konunum sem í bjarmanum frá skíðlogandi Esjunni fremja unnvörpum sjálfsmorð með því að fleygja sér fram af byggingum (en áhersluna á deyjandi konur á Gæska sameiginlega með annarri nýlegri skáldsögu sem einnig „fjallar“ um konur, þ.e.a.s. Konur eftir Steinar Braga), til þeirrar sannfæringar (sem var áberandi í búsáhaldabylting­ unni) að tími karla við stjórnvölinn í þjóðfélaginu sé nú liðinn, röðin komin að konum. Að lokum stendur í miðju innflytjendafjölskylda frá Marokkó, þau Fatíma, Kadír og Amelía (sú fyrstnefnda er reyndar nafna og samlanda svipaðrar pers­ ónu úr nýlegri skáldsögu Auðar Jónsdóttur, Vetrarsól) en fjölskyldan gengur í gegnum miklar hremmingar í sögunni, þ.á m. gráglettinn útúrsnúning á inn­ rætingarkaflanum í A Clockwork Orange þar sem Hemmi Gunn er notaður í heilaþvott í stað stríðsmynda, og þjóðdansar svipta brott sjálfsvígshugleiðing­ um. Þegar hrunið skellur á raskast „veruleiki“ þessa fólks og það kastast saman, neyðist til að vinna úr sínum vandamálum (að hluta til) saman. Líkt og skáldlegt orkuver virkjar Eiríkur þætti úr veruleikanum – vinnur úr þeim rafmagn, lætur þá enduróma í gegnum ofvaxnar og jafnvel afskræmdar en beintengdar birtingarmyndir sem ögra lesanda um leið og þær minna hann á það sem allt of fljótt fellur í gleymskunnar dá. Formið sem hann notar liggur einhvers staðar mitt á milli Swifts og Ionescos, hárbeitt gagnrýni rís hátt í verk­ inu en henni er mótaður almennur farvegur, allegórían verður samt sjaldan of almenn og verkið týnir sér aldrei í reiðilestri yfir tilteknum heimsósómadæm­ um eða dónum. Andinn í bókinni á einnig dálítið sammerkt með nýlegri skáldsögu Nicks Cave, The Death of Bunny Monro, einkum í því hvernig alternatíf gróteskan tengist við hvunndaginn. Þá varð mér við lesturinn einnig margoft hugsað til 1982, Janine, magnaðrar samfélagsúttektar Alasdairs Gray,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.