Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Síða 2

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Síða 2
2 TMM 2009 · 1 Frá ritstjóra Árið 1846 fór bandaríski rithöfundurinn Henry David Thoreau í fang- elsi fyrir að neita að greiða skatt. Með því vildi hann mótmæla þræla- haldi í Bandaríkjunum og stríði við Mexíkó. Til að skýra mál sitt ritaði hann grein sína um Borgaralega óhlýðni sem hér birtist í þýðingu Elísabetar Gunnarsdóttur. Þessi ritgerð er meðal áhrifamestu pólitískra ritsmíða nútímans – hafði ómæld áhrif á Gandhi og aðferðir hans við að mótmæla kúgun og rangsleitni og Martin Luther King, svo að tveir af merkustu leiðtogum 20. aldarinnar séu nefndir. Thoreau spyr grund- vallarspurningar í ritgerð sinni: „Verður hver ríkisborgari ævinlega og jafnvel í hverju smáatriði að gera löggjafarvaldið að samvisku sinni? Hvers vegna hafa þá allir menn samvisku? Ég held að við ættum að vera menn fyrst og síðan þegnar …“ Ómur þessara hugmynda Thoreau um mennsku ofar þegnskap, rétt – og skyldu – manna til að hlýða eigin samvisku og mótmæla þegar þeir telja að meirihlutinn knýi í gegn rangar ákvarðanir, barst um síðir til Íslands, fyrst í andófi hugrakkra einstaklinga gegn stóriðjustefnu stjórn- valda og síðar í stigvaxandi andófi gegn sitjandi ríkisstjórn sem féll loks í kjölfar kröfugra mótmæla undir lok janúarmánaðar 2009 en andrúms- loft þeirra daga hefur Oddi Benediktssyni tekist að fanga í ljósmyndinni sem prýðir forsíðu heftisins. Þessir viðburðir – hrun efnahagslífsins, byltingarandi, endurmat gilda – óma hér og þar í þessu hefti: í hugvekju Páls Skúlasonar um það hvers konar samfélag við viljum, vangaveltum Gunnars Karlssonar um gömul – og glæný – álitamál varðandi fullveldi og stöðu Íslands, í ljóð- um Eiríks Arnar og Jóns Karls Helgasonar og sögu Steinars Braga – svo eitthvað sé nefnt. Annað er klassískt Tímarits-efni: ljóð og bókmennta- fræði, leikhúspistill, rækilegir ritdómar og ádrepur. Guðmundur Andri Thorsson TMM_2_2009.indd 2 5/26/09 2:01:30 PM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.