Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Síða 6

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Síða 6
Pá l l S k ú l a s o n 6 TMM 2009 · 2 ákomum, sem geta þó varðað heimsbyggðina alla, eins og við höfum orðið vitni að á síðustu mánuðum, vegna þess hve samslungin ýmis félagsleg kerfi heimsins eru orðin, svo sem fjármálakerfin. Fjölþjóðlegt samskiptakerfi á borð við internetið kann með hliðstæðum hætti að breiða með hraða ljóssins út vandamál sem varða heimsbyggðina alla, ekki bara fólk á Íslandi, í Kína eða Suður-Afríku. Til lengri tíma litið fjalla stjórnmálin um það hvernig heimsbyggðin ætlar að halda á sínum sameiginlegu málum. Og hér ber að sjálfsögðu hæst umhverfismálin – hvernig mannkynið ætlar að lifa í sátt við öfl náttúrunnar og aðrar líf- verur á þessari jörð. Tímabundnir erfiðleikar okkar og margra annarra þjóða vegna fjármálakreppunnar virðast ekki mjög stórvægilegir miðað við þau úrlausnarefni sem þjóðir heimsins munu þurfa að takast á við vegna náttúruhamfara sem átt geta sér stað innan tíðar, meðal annars vegna hlýnunar jarðar. Þetta breytir engu um það að núna eru það tilteknir erfiðleikar í íslensku þjóðfélagi sem hljóta að eiga mesta athygli á vettvangi íslenskra stjórnmála. Þessa erfiðleika þarf að skilja og skoða í ljósi þeirra hug- mynda og þeirrar stefnu sem fylgt hefur verið í þjóðfélaginu að undan- förnu. En um leið þurfum við að móta með okkur þær hugmyndir um samfélagið sem að gagni mega koma til að skilja erfiðleikana og finna leiðir til að sigrast á þeim. Til að takast á við þetta verkefni, sem er af andlegum toga, verðum við að taka þá áhættu að spyrja spurninga sem virðast kannski alveg úr tengslum við veruleikaskyn okkar. Spurningin sem hljómar í titli þessarar greinar er auðvitað afskaplega svífandi og þess vegna alls ekki óþægileg vegna þess að öll þráum við betra samfélag. Og sú þrá er sannarlega raunveruleg. Ég á ekki bara við að við þráum endurreisn samfélagsins eftir hrunið í haust og öll þau vandamál sem dynja á fólki og fjölskyldum síðan þá. Samfélagið íslenska fyrir hrunið var ekki gott samfélag, það var óheilbrigt að mörgu leyti, ekki síst vegna þess að við dönsuðum af ákafa í kringum gullkálfinn í stað þess að sinna þeim andlegu gildum sem meiru skipta fyrir farsælt mannlíf. Þetta vitum við öll og við erum öll samábyrg, hvort sem við tókum þátt í dansinum eða ekki, vegna þess að við erum hluti af þessum hópi sem heitir íslensk þjóð og myndar eina pínulitla pólitíska heild. Þess vegna kem ég nú að óþægilegu spurningunum sem þægilega spurningin breiðir í rauninni yfir. Þegar spurt er hvers konar samfélag við viljum, þá er gengið að því vísu að við vitum hvers konar fyrirbæri samfélag sé og líka hver við sjálf séum. Ég held að hvorugt sé okkur fyllilega ljóst en að það sé afar mikilvægt fyrir skilning okkar á almanna- heill og sameiginlegum hagsmunum okkar að við skýrum fyrir sjálfum TMM_2_2009.indd 6 5/26/09 10:53:21 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.