Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 10

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 10
Pá l l S k ú l a s o n 10 TMM 2009 · 2 og ég er sannarlega vongóður um að okkur takist að endurmóta íslensk stjórnmál í anda þeirra hugmynda og gilda sem ég var að nefna. Meginvandinn er andlegs eðlis. Við þurfum hugarfarsbreytingu, við verðum að viðurkenna sjálf okkur sem hugsandi, sjálfsvitandi verur sem geta einungis lifað í andlegu samfélagi við aðrar sams konar verur. Til- gangur lífs okkar er að skapa andlegan veruleika, list, trú og vísindi, sem vísa okkur veginn um leyndardóma lífsins og tilverunnar. Á þessum grunni eigum við að skipuleggja samlíf okkar og félagskerfi. Þá munu hugsjónir félagshyggjunnar um jafnræði, lýðræði og samvinnu vakna til lífsins og leysa af hólmi stefnuviðmið sérhagsmunahyggjunnar um ójafnræði, fámennisstjórn og samkeppni. Af hverju varð þessi þróun stjórnmálanna sem við höfum orðið vitni að á undanförnum áratugum? Hvers vegna hefur samfélagið sífellt átt í vök að verjast andspænis markaðnum? Hvers vegna varð félagshyggjan undir í átökum við markaðshyggjuna? Ég varpa fram einni tilgátu um þetta og sé hún rétt þá er lagður grunnur að heilbrigðum pólitískum hugsunarhætti sem eru allir vegir færir til að takast á við úrlausnarefni líðandi stundar. Tilgátan er sú að í stað samfélagshugmyndarinnar, sem stjórnmálin hvíla á, hafi hug- myndin um markaðinn með sinn sölu- og framleiðsluheim verið lögð til grundvallar skilningi og ákvörðunum á vettvangi stjórnmálanna. Og þar með spilltust stjórnmálin. Villan sem varð ríkjandi í stjórnmálum, og þau Margaret Thatcher og Ronald Reagan áttu hvað stærstan þátt í að breiða út, var með öðrum orðum sú að flytja gildi og hugsunarhátt sem þróaðist á sviði efnahagskerfisins yfir í heim stjórnmála og samfélags. Í huga Thatchers var samfélagið raunar ekki til, það var ímyndun óraun- særra draumóramanna: veruleikinn væri hörð sérhagsmunabarátta ein- staklinga sem skeyttu ekki um annað en veraldlegan gróða. Af ríkidæmi þeirra myndu svo hrjóta molar niður til smælingjanna og velferðarkerf- ið yrði smám saman óþarft. Í huga Reagans var ríkið helsta hindrunin fyrir þróun þjóðfélagsins þar sem allt snerist um sérhagsmuni einstak- linga og fyrirtækja. Í veruleikanum er þessu allt öðruvísi farið en í hugarheimi þeirra Thatchers og Reagans. Efnahagskerfið er mótað á grunni og innan samfélags hugsandi fólks sem mótar sér opinn pólitískan vettvang til að ræða sameiginleg mál, leiða ágreining til lykta og taka ákvarðanir með hag heildarinnar að leiðarljósi. Skatturinn er gjaldið sem þjóðfélags- þegnarnir greiða til að fá að vera þátttakendur í siðuðu, andlegu samfé- lagi og til að tryggja viðgang þeirra stofnana sem gæta sameiginlegra hagsmuna þeirra. TMM_2_2009.indd 10 5/26/09 10:53:22 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.