Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 14

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 14
S t e i n a r B r a g i 14 TMM 2009 · 2 Meðhjálpari prestsins, sá kraftalegasti í hópnum, var fyrstur upp stig- ana og inn í klukkuturninn. Það sem hann sá voru fimm eða sex hor- uðustu flækingshundar sem hann hafði augum litið – varla nema rifja- hylkin, tennurnar og gúlpandi augu; þeir höfðu safnast saman fyrir neðan klukkuna og börðust um að komast að einhverju sem lafði niður úr henni. Þegar hundarnir urðu varir við fólkið skutust þeir ýlfrandi út að vegg, en athygli þeirra sem nú söfnuðust í gættina beindist að því sem hékk á hvolfi neðan úr klukkunni: ungabarni, að því er virtist dánu. Á gólfinu fyrir neðan barnið stækkaði blóðpollur sem sums staðar var byrjaður að dökkna og hafði dreifst út yfir gólfið með fótum hundanna. En það sem vakti mestan óhug viðstaddra var gúlpandi kviður barnsins, sem virtist í þann mund að springa og ryðja úr sér innyflunum niður á gólf, og andlitið, ef svo má segja, sem hafði verið nagað og klórað, enda næst gólfinu og þar með kjafti ræksnanna – andlitið var ekki annað en blóð- hvítt bein hauskúpunnar, varirnar og tungan höfðu verið étin og sömu- leiðis augun, sem voru ekki nema svartar holur í andlitið. Hundarnir, hugsaði meðhjálparinn, og fyrstu viðbrögð hans voru nær lamandi heift og viðbjóður; auk þess sem þeir höfðu étið andlitið utan af barninu hafði einhver þeirra náð að klifra upp á það og hanga utan á því meðan hann nagaði sig inn í kviðinn. – Kannski var það við þessi átök sem klukkan hafði byrjað að hringja. Hann steig nokkur skref inn í herbergið og staðnæmdist svo aftur. En hvað var barnið að gera þarna? Hvernig komst það þangað? Meðhjálp- arinn stóð hreyfingarlaus og gat ekki haft augun af barninu og klukk- unni, svo undarleg var þessi sjón – andlit barnsins var eins og brosandi gríma, og þeir sem stóðu ennþá í gættinni fyrir aftan hann gerðu ekki heldur neitt, ekki strax. Þau stóðu öll hreyfingarlaus og horfðu þar til barnið fékk skyndilegan krampa: bak þess sveigðist og svo virtist sem það sveiflaði sér uppávið – næstum eins og það gerði þetta af ásetningi – fálmaði annarri hendinni að reipinu sem hafði vafist um fót þess, sama reipi og kólfurinn hékk úr – eins og það vildi losa sig. Við þessa hreyfingu lamdist höfuð barnsins í klukkuna með einni, glymjandi hringingu sem hleypti svo snarpri skelfingu í meðhjálparann að doði færðist um líkama hans allan. En svo var það afstaðið. Eftir þessa hinstu roku virtist barnið loksins ætla að deyja: um það fór hægur skjálfti, svo var það kyrrt – virtist algerlega og óumræðilega horfið aftur til baka, hvaðan sem það kom, þetta unga líf. Presturinn var fyrstur til að ná áttum, gekk framhjá meðhjálparanum TMM_2_2009.indd 14 5/26/09 10:53:22 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.