Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 16

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 16
S t e i n a r B r a g i 16 TMM 2009 · 2 barn gekk í svefni, þvældist upp í klukkuturn, flæktist þar í reipi og sog- aði kólf upp í rassinn á sér – tilgáta af því tagi sem öll samfélög þurfa að þola úr höfðum skynsömustu, takmörkuðustu þegna sinna. Allar kenningarnar virtust gera ráð fyrir að um eiginlegt barn væri að ræða, og nánar tiltekið eitt af börnum bæjarins, en við rannsókn lög- reglu og fjölda sjálfboðaliða sem gengu hús úr húsi í bænum og um alla eyju, reyndist enginn sakna barns, hvergi hinn minnsti orðrómur um ólétta konu hvers barn hefði nýlega horfið eða verið álitið dáið. Ekkert gruggugt neins staðar. – Nema auðvitað andlitslaust líkið af barninu, blánandi uppi á borði í húsi læknisins. Um tíma íhugaði lögreglan rann- sókn á sköpum allra kvenna eyjunnar í leit að ummerkjum um barns- burð, en á endanum þótti framkvæmdin of viðurstyggileg. Að síðustu var barnið jarðað við stutta en fjölmenna athöfn í kirkjugarði bæjarins – allt nema hinn afskræmdi heili þess sem læknirinn hélt eftir til frekari rannsóknar 2. kafli Eftir þetta gerðist fátt markvert í bænum, þó var eins og einhver órói sveimaði þar um, kannski var það ekki nema brestirnir í timburhúsun- um þegar veturinn herti tak sitt á þessum lúbörðu og píndu íbúum bæj- arins, kannski var það ógeðfelld minningin um barnið, sífelldar vanga- velturnar um uppruna þess og dauða sem héldu áfram að ganga milli manna, fylgdu sumum jafnvel inn í svefninn – sparkaði þeim svo hálf- vælandi fram í eldhús um miðja nótt til að sötra kaffi eða rak þá skjálf- andi á barinn í dagsbirtu. Nei, líklega hafði ekkert jafn spennandi gerst í bænum í einhver ár, áratugi jafnvel. En tæpum tveimur vikum eftir jarðarför barnsins héldu feiknin áfram: út braust dularfullur lúsafaraldur sem dró nokkra af gamlingjum bæjarins til dauða, en þeir sem voru yngri hurfu í einn eða tvo sólarhringa inn í rasandi sálsýki: upp úr þeim streymdu samheng- islaus orð og upphrópanir, sem margar vörðuðu börn og kólfa. Uppruni lúsanna fékkst aldrei staðfestur, en bit þeirra bar augljóslega með sér smit af einhverju tagi – mögulega eftir samneyti við hundaóða rottu sem hafði verið aflífuð skömmu áður, rorrandi og slagandi um aðalgötu bæj- arins. Þetta var ekki nema hugdetta læknisins en varð þó með tímanum eins konar opinber útskýring. Í raun vissi læknirinn ekkert hvað við var að eiga, og eftir krufningu rottunnar stakk hann henni í krukku og hellti á eftir formalíni – ef honum skyldi koma eitthvað í hug síðar; í aðra TMM_2_2009.indd 16 5/26/09 10:53:22 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.