Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 18

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 18
S t e i n a r B r a g i 18 TMM 2009 · 2 sem virtist umvefja kólfinn, var þétt og föst fyrir næst honum en gisnaði og mýktist út á við, og honum þótti minna á einhvers konar öfugsnúið leg, en þessu síðastnefnda hélt hann fyrir sjálfan sig. Á endanum var reipisbúturinn sem lá úr klukkunni og niður í kólfinn – á hátt sem var fjarri því glæpsamlegur – fjarlægður úr kirkjunni ásamt öllum bútum af sama reipi, þeir voru kirfilega brenndir og lögð sérstök áhersla á vígslu nýs reipis með fjölmörgum bænum og væli prestsins. Á tímabili barst jafnvel í tal að skipta alveg um klukku – eins og hún hefði gert eitthvað! – en auðvitað voru ekki til peningar fyrir slíku. Þannig endaði rannsóknin og enginn sökudólgur fannst eða þótti líklegur. Rétt eins og með fyrra barnið gat málið þó af sér heilmikið blaður, sem eflaust tók sinn ógeðfelldasta sprett þegar kona – í áheyrn eiginmanns síns og vina hans – spurði hins augljósa hvað viðvék reipinu og hvernig barnið dinglaði neðan á því: hún spurði um naflastreng en þetta var ekki tekið sérstaklega upp eða haft frekar á orði. En líklega var einhvers konar „meyfæðing“ fjarri því kjánalegasta til- gátan af þeim sem hrærðu hugi fólksins í bænum – svo virtist sem börn- in fæddust hreinlega innan í klukkunni því aldrei komu fram nein ummerki um þau í bænum né annars staðar á eyjunni. Eftir átök um hvort ætti að brenna það, jarða eða yfirhöfuð að hleypa því aftur nálægt kirkju, var seinna barnið jarðað í kyrrþey á afskekktasta odda eyjunnar, við stuttaralega athöfn prestsins. – – – Upp frá þessu breyttist hitt og þetta smálegt í lífi bæjarins. Lögreglan hóf að ganga með byssu, í og með til að sýna fólki að ekkert væri að ótt- ast, og presturinn tók þá ákvörðun að hringja ekki klukkunni góðu til messu – að minnsta kosti ekki fyrr en minningin um hina drungalegu atburði tæki að dofna í höfðum bæjarbúa. Í fjölmennustu, innblásnustu stólræðu sinni bað hann fólk að halda stillingu, tiltók skaðsemi ímynd- unaraflsins og hvernig hið góða hefði af einhverjum ástæðum alltaf átt erfiðara með að gera sig þar heimakomið, en hið illa, sem hefði lag á að hæna til sín hvers kyns óstýrilátar hugsanir – reiði, sorg – og fyrr en varði væri allt í heitasta pytti syndsemi og viðbjóðs. Þannig var það. En hver var ógnin? Hvað hræddust íbúar bæjarins, og hvað var þetta illa sem um var rætt, eða hið góða, ef út í það var farið? – Börn höfðu dáið, enginn sökudólgur var fundinn, en hvers vegna að óttast, gera allt svona íþyngjandi og drungalegt – hvers vegna að galdra svona fram í sér myrkrið? Héldu bæjarbúar kannski að röðin kæmi að þeim sjálfum næst? Hélt lífið ekki áfram? TMM_2_2009.indd 18 5/26/09 10:53:22 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.