Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Side 21

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Side 21
K ó l f u r i n n TMM 2009 · 2 21 komið næst var óvenjulegt: gróin hefðu sloppið inn um mænukylfuna, inn í hrygginn, þar hefðu þau dregið í sig næringu úr taugavefjum og mænuvökva – doðinn í mjóhrygg sem fólk talaði um – og lamað þannig líkamann neðan frá og upp eftir þegar sveppurinn spann sig upp mæn- una og í heilann þar sem hann fyllti hauskúpuna af sjálfum sér. Á sama tíma óx hann í úttaugakerfinu, dróst eftir hverri taug sem lá út í fætur og hendur, skaut þannig undir sig nokkurs konar rótarkerfi og dró í sig vökva og næringu til að brjótast síðasta spölinn upp úr hauskúpunni. – Til að fullkomna verkið. Læknirinn rauf stjarfann þegar hann sá í hendi sér hvað myndi gerast næst: æxlunin. Eða vonandi ekki nema upphaf hennar, ef hann kæmi sér burt. Hann flýtti sér út úr herberginu, sótti verkfæri og hjó gægjugat á dyrnar, límdi glerflís yfir en lokaði svo dyrunum að herberginu, líklega í síðasta skipti. Um leið sá hann að andlit stelpunnar, rétt eins og bónd- ans áður, var byrjað að sökkva og brátt braut sveppurinn sér leið upp um höfuðið á henni líka. Á innan við klukkustund eftir að sveppurinn braust út um hvirfil bóndans virtist hann hafa náð fullri stærð: um það bil einn metra upp í loft frá höfði hans, og hið sama gerðist í tilviki stelpunnar nema hjá henni var ferlið hraðara. Þykkt sveppsins niðri við kúpuna var varla meiri en sentimetri – svipað og mænuholið, en mjókkaði uppávið mót höfði hans, sem nú var smám saman tekið að opnast. Að endingu losn- aði gróið úr sveppum beggja líkanna, og sveif um herbergið þar sem læknirinn sá það bera við síðustu geisla sólarinnar, fínlegt eins og ryk, áður en herbergið varð dimmt. – – – Næstu daga lagðist plágan af fullum þunga á eyjuna. Íbúar bæjarins byrjuðu að veikjast, og vörðurinn umhverfis bæinn leystist upp af sjálfu sér. Læknirinn dreifði grisjum til að hafa fyrir andlitinu, en birgðirnar voru takmarkaðar og brátt ákvað hann, ásamt bæjarstjóranum, kaup- manninum, prestinum og konum og börnum þeirra allra – helsta frammáfólki bæjarins, að láta sig hverfa inn í einangraðan helli niðri við ströndina til að sitja þar af sér pláguna. Dreifing gróanna var hröð og skilvirk; þau dreifðust með lofti, hnerr- um eða hósta, og fólkinu sem safnaðist umhverfis hræin, eins og það gerði framan af, til að fylgjast með hinu undarlega blómstri teygja sig upp um höfuðkúpurnar – og horfa opinmynnt á gróin streyma undan sveppunum. TMM_2_2009.indd 21 5/26/09 10:53:22 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.