Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 23

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 23
K ó l f u r i n n TMM 2009 · 2 23 þeir sér á spítalann, hundarnir í halarófu á eftir þeim, vælandi og glefs- andi út í loftið, eins og friðlausir af einhverju hungri sem þeir fengu ekki svalað. 4. kafli Næstu daga lá barnið í móki á spítalanum. Læknirinn rannsakaði það og ýmislegt vakti athygli hans, þótt eflaust væri það færra en sumir hefðu getað óttast. Endaþarmur barnsins var rifinn – illilega svo, eflaust vegna þess að kólfurinn hafði dregist þar út, og neðstu þarmarnir gúlp- uðu út um opið. Hvað varðaði sjálfan kólfinn hékk hann nú um háls barnsins, vafinn þar í marga hringi með hinu undarlega lífræna reipi, sem virtist ekki ósvipað naflastreng, nema ef til vill fyrir seiglu þess sem var meiri en svo að læknirinn fengi skorið það í sundur. Að auki var barnið með tennur – óvenjulegt í tilfelli ungabarns – mólitar og í hvass- ari kantinum – og reður þess, ólíkt hinum fyrri tveimur, var loðinn og á stærð við eintak fullvaxins karlmanns og líklega gott betur. Rannsókn þessi var fjarri því auðveld lækninum; í hvert skipti sem hann snerti barnið hljóp í hann straumur sem með tímanum olli honum hausverk og ógleði en virtist þvert á móti örva barnið, eins og sást af stífum limnum sem lyftist upp úr kafloðnu, dökku hreiðri sínu líkt og kondór. – Og dró til sín svo mikið blóð að fölvi kom í kinnarnar og eitt- hvað sem líktist vægum krampa skók líkama þess. Í upphafi virtist barnið ekki meira en nokkurra daga gamalt, en með tímanum var líkt og það eltist hraðar en eðlilegt mátti teljast; það þykknaði og tognaði úr því, þar til það virtist að minnsta kosti þriggja eða fjögurra ára gamalt. Einn daginn, þegar læknirinn var enn að reyna að smákraka hníf í naflastrenginn til að losa kólfinn frá hálsi barnsins, tók hann skyndilega eftir því að barnið var vakandi: augu þess voru opin og horfðu á hann. Þetta var seint um kvöld og læknirinn var aleinn á stofunni; helstu plágulifendur höfðu glápt nægju sína á barnið og fleiri en einn og fleiri en tveir höfðu hvatt lækninn til að „ganga frá“ því við fyrsta tækifæri. – Hann hafði alltaf neitað, en núna þegar hann horfði í augun á því hvarflaði að honum að þetta hefðu verið mistök, kannski þau síðustu sem hann gerði í lífinu. Læknirinn og barnið horfðust í augu þar til það lyfti sér upp í rúm- inu, hífði sig á fætur og byrjaði að labba um rúmið, eins og það vildi liðka sig og koma blóðinu á hreyfingu. Líkt og gefur að skilja kom þetta flatt upp á lækninn og hann hörfaði eilítið gapandi upp að vegg. Her- bergið var hljótt að slepptu væli og gelti hundanna sem höfðu safnast TMM_2_2009.indd 23 5/26/09 10:53:22 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.