Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 26

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 26
S t e i n a r B r a g i 26 TMM 2009 · 2 augu og nasir og skömmu síðar rifnuðu líkamarnir frá hálsi og niður að klofi: eins og þeir væru ofþroskaðir ávextir sem þyrftu ekki nema minnstu snertingu til að klofna í sundur. Á þennan hátt klofnuðu vesalings kaupmaðurinn og kona hans, kona bæjarstjórans og gáfaði, drykkfelldi sonurinn og aumingja presturinn og kona hans. Allan tím- ann meðan þessu vatt fram var eins og bæjarstjórinn – vel skorðaður milli fóta barnsins – glotti ýmist breitt af kæti eða væri afar áhyggju- fullur, og stundum varð hann lýrískur til augnanna, en heildarsvipurinn var þó tvímælalaust kauðslegur og oft gungulegur. Þegar kom út á enda götunnar hafði barnið fengið nóg; það togaði til sín vírinn sem það hafði notað sem mél og klippti sundur höfuð bæjar- stjórans, en neðri gómurinn og kjálkinn sátu eftir; hálsslagæðarnar gus- uðu úr sér í taktföstum rykkjum og rétt sem snöggvast gróf barnið andlitið ofan í strjúpann og laugaði sig. Svo féll skrokkurinn í jörðina og barnið stökk af baki. Alls staðar logaði bærinn. Himinninn sást ekki lengur fyrir reyk og þegar allt fólkið var dautt sneru hundarnir sér loks hver að öðrum þar til enginn var eftir á lífi. Við hitann frá eldinum krullaðist hár barnsins og hringaði sig upp í loft, limurinn stóð sperrtur fram af því líkt og spjót og í augum þess var ekki lengur fjarvera heldur óendanleg dýpt og þrá. Barnið gekk um göturnar og virti fyrir sér sköpunarverk sitt; gekk svo að kirkjunni og klifraði upp stigann í klukkuturninn. Það settist á gólf- ið undir klukkunni og þegar byrjaði að hitna undir því og reykurinn leysti upp hugsanir þess, glennti það kjaftinn eins vítt og það gat og neyddi upp í sig kólfinn þar til hann sat kirfilega skorðaður í maganum. Þá hallaði það sér fram, klemmdi höndunum utan um hnén, þrýsti höfðinu niður á milli lappanna og hvarf í eldhafið um leið og turninn féll saman. Og á sama augnabliki, eitt drungalegt rigningarkvöld í litlum bæ, á lítilli eyju, langt, langt í burtu frá þessari, byrjuðu kirkjuklukkurnar að hringja. TMM_2_2009.indd 26 5/26/09 10:53:23 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.