Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 31

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 31
B o r g a r a l e g ó h l ý ð n i TMM 2009 · 2 31 sem ég tel rétt. Það má með sanni segja að félag hafi ekkert siðgæði, en samfélag heiðarlegra manna er samfélag með siðgæði. Lög hafa aldrei bætt réttlæti manna hætishót, en virðing fyrir lögunum gerir jafnvel vel innrætt fólk að handbendi óréttlætisins, og það daglega. Algenga og eðlilega afleiðingu af óhóflegri virðingu fyrir lögunum má sjá þegar röð hermanna: ofursti, kapteinn, undirliðþjálfi, óbreyttir hermenn, púður- berar4 og allir hinir skálma í aðdáunarverðri röð yfir fjöll og firnindi á leið í stríð, gegn vilja sínum, já, gegn heilbrigðri skynsemi sinni og sam- visku, og þá fer þetta að verða heldur betur á fótinn og veldur hjartslætti. Þeir velkjast ekki í vafa um að þeir séu flæktir í vond mál, og þeir eru allir friðelskandi menn. En hvað eru þeir? Eru þeir menn? Eða eru þeir hreyfanleg smávirki og skothylki í þjónustu ófyrirleitins valdamanns? Farið og lítið inn í flotakvíarnar og þar sjáið þið sjóliðann, mann sem ríkisstjórn Bandaríkjanna getur búið til, eða það sem hún getur með svartagaldri gert við mann – aðeins skuggi eða minning um mennska veru, mann sem lagður er til lifandi og uppistandandi og hefur þegar verið grafinn, ef svo má að orði komast, í öllum herklæðum og með lík- söng, þótt verið gæti að „engin heyrðist trumba, ekkert útfararstef er við lík hans að virkinu bárum, enginn hermaður kveðjuskoti skaut við hetjunnar gröf“5 [5] Fjöldinn þjónar ríkisvaldinu á þennan hátt, síður sem menn, fremur sem vélar. Þeir eru fastaher, og varalið, fangaverðir, lögreglulið, posse comitatus6, og þar fram eftir götunum. Yfirleitt beita þeir ekki dóm- greind eða siðgæðisvitund að eigin frumkvæði. Þeir leggja sig að jöfnu við timbur, stokka eða steina, og ef til vill er hægt að framleiða trémenn sem kæmu að jafn miklum notum. Slíkir menn eiga ekki virðingu skilið fremur en fuglahræða eða moldarköggull. Þeir eru sams konar verðmæti og hross eða hundar. Samt eru þessir menn almennt mikils metnir borg- arar. Aðrir, eins og flestir þingmenn, stjórnmálamenn, lögfræðingar, ráðherrar og embættismenn þjóna ríkinu aðallega með höfðinu, og þar sem þeir gera sjaldnast siðferðilegan greinarmun, eru þeir jafn líklegir til að þjóna djöflinum án þess að ætla það, eins og guði. Örfáir, svo sem hetjur, ættjarðarvinir, píslarvottar, umbótasinnar í víðtækri merkingu þess orðs og menn þjóna ríkisvaldinu jafnframt með samvisku sinni og veita þess vegna oftast viðnám og yfirleitt er farið með þá sem óvini. Vitur maður kemur aðeins að notum sem maður og sættir sig ekki við TMM_2_2009.indd 31 5/26/09 10:53:23 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.