Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 32

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 32
H e n r y D av i d Th o r e a u 32 TMM 2009 · 2 að vera „leir“ sem „heftir nú vetrarnæðing inn um gátt“7 eða í það minnsta eftirlætur það embætti moldum sínum – „til þess er ég of tiginn Að vera hjú á vegum annarra, Nytsamur þjónn, og þarflegt verkfæri Í höndum nokkurs valds í allri veröld.“8 [6] Sá sem helgar sig algjörlega meðbræðrum sínum er í augum þeirra gagnslaus og eigingjarn, en sá sem helgar þeim líf sitt aðeins að hluta er kallaður velgerðamaður og mannvinur. [7] Hvernig ber manni að hegða sér gagnvart núverandi Bandaríkja- stjórn? Ég tel að hann geti ekki haft neitt saman við hana að sælda nema sér til vanvirðu. Ég get ekki eitt einasta augnablik litið á það stjórnvalds- tæki sem mína ríkisstjórn sem jafnframt er þrælastjórn. [8] Allir viðurkenna rétt manna til byltingar: það er að segja rétt manna til að segja sig úr lögum og veita viðnám þegar harðstjórnin eða dugleysi hennar verður yfirgengileg eða óbærileg. En flestir segja að þetta eigi ekki við nú. Samt telja þeir að svo hafi verið í byltingunni ’75.9 Ef mér væri sagt að þetta væri slæm stjórn vegna þess að hún legði toll á sumar innflutningsvörur, þá eru litlar líkur á að ég færi að gera veður út af því, þar sem ég get verið án þessa varnings. Það kemur upp núningur í öllum vélum og líklega hafa afleiðingarnar kosti sem vega upp á móti göllunum. Að minnsta kosti er rangt að bölsótast yfir slíku. En ef nún- ingurinn kemur sér upp sinni eigin vél, kúgun og rán eru skipulögð, þá segi ég að við skulum losa okkur við slíka vél. Með öðrum orðum: þegar sjöttungur þeirrar þjóðar, sem fann frelsi sínu athvarf, er þrælar og allt landið setið og sigrað af erlendum her, býr við herlög, þá tel ég að ekki sé seinna vænna en heiðarlegt fólk rísi upp og geri byltingu. Það sem gerir þessa skyldu brýnni er að hið hersetna land er ekki okkar land heldur er innrásarherinn á okkar snærum. [9] Paley, sem margir líta til í siðferðilegum efnum, ályktar sem svo í kaflanum Hlýðniskylda við borgaralega stjórn10 að allar skyldur borgar- anna byggist á því sem nytsamlegt er, og hann heldur áfram og segir: „… svo lengi sem það er til hagsbóta fyrir samfélagið allt, það er, svo framarlega að ekki sé hægt að veita ríkjandi stjórn viðnám eða breyta henni nema með óhagræði fyrir almenning, er það vilji guðs að hlýða ríkjandi stjórn, en ekki lengur … Ef gengið er út frá þessari grundvall- arreglu, þá fer réttlæti í hverju því tilfelli sem veitt er viðnám eftir því hversu mikla hættu og misrétti er annars vegar um að tefla og líkurnar TMM_2_2009.indd 32 5/26/09 10:53:23 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.