Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 33

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 33
B o r g a r a l e g ó h l ý ð n i TMM 2009 · 2 33 á úrbótum og kostnaðinum hins vegar.“ Um þetta segir Paley að hver og einn verði að dæma. En svo virðist sem hann hafi aldrei velt fyrir sér þeim tilfellum þar sem hagkvæmnisjónarmið eiga ekki við, þegar þjóðin og jafnframt einstaklingurinn verða að fylgja réttlætiskennd sinni, hvað sem það kostar. Ef ég hef með rangsleitni hrifsað fjöl af drukknandi manni, verð ég að skila henni þótt ég drukkni sjálfur.11 Samkvæmt Paley væri þetta óhentugt. En hver sem bjargar lífi sínu á þennan hátt, mun týna því.12 Þessi þjóð verður að hætta að eiga þræla og að heyja stríð gegn Mexíkó, þótt það kosti hana tilveru sína sem þjóðar. [10] Réttarvenja þjóða er í samræmi við það sem Paley heldur fram, en ímyndar nokkur sér að Massachusettsríki breyti að fullu rétt við þær hættulegu aðstæður sem nú ríkja? Ríkisskækja, dræsa silfri skrýdd, slóði hennar hafinn hátt, og sálin dregin í svaðið13 Svo vikið sé að því sem nú liggur fyrir, þá eru andstæðingar umbóta í Massachusetts ekki hundrað þúsund stjórnmálamenn í Suðurríkjunum heldur hundrað þúsund kaupsýslumenn og bændur hér um slóðir sem hafa meiri áhuga á viðskiptum og landbúnaði en á manngæsku og eru ekki til þess búnir að fylgja réttlætiskennd sinni gagnvart þrælunum og Mexíkó hvað sem það kostar.14 Ég deili ekki við fjarlæga óvini heldur þá sem hér heima fyrir ganga erinda og vinna með þeim sem fjarri eru, en án þeirra væru þeir síðarnefndu skaðlausir. Við erum vön að segja að allur almenningur sé óundirbúinn, en umbætur láta á sér standa vegna þess að hinir fáu eru ekki umtalsvert vitrari en fjöldinn. Það skiptir ekki máli að margir séu jafn góðir og þú, heldur hitt að einhvers staðar sé til hrein góðmennska því það er hún sem sýra mun allt deigið.15 Þúsundir eru þeirrar skoðunar að þrælahald og stríðið séu bæði óásættanleg en gera í raun ekkert til að binda á þau enda – þetta fólk sem lítur á sig sem afkomendur Washingtons og Franklins situr með hendur í skauti og segist ekki vita hvað gera skuli og gerir ekkert, telur jafnvel frjálsa versl- un meira aðkallandi en frelsi og eftir kvöldverð les það í ró og spekt verðskráningu dagsins ásamt nýjustu ráðleggingum frá Mexíkó og sofn- ar ef til vill út frá hvoru tveggja. Hvað kostar heiðarlegur maður og ætt- jarðarvinur nú um stundir? Þeir hika og fyllast eftirsjá, rita jafnvel bænaskrár en þeir gera ekkert af alvöru og með árangri. Þeir bíða, vel- viljaðir, eftir því að aðrir lagfæri það sem aflaga fer svo það valdi þeim ekki hugarangri. Í mesta lagi að þeir greiði ódýrt atkvæði, leggi yfir ámátlega blessun sína og óski réttlætinu alls velfarnaðar þegar það fer TMM_2_2009.indd 33 5/26/09 10:53:23 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.