Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Síða 36

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Síða 36
H e n r y D av i d Th o r e a u 36 TMM 2009 · 2 að vettugi. Hvers vegna leysa þeir ekki sjálfir upp samband sitt við ríkið og neita að greiða sinn skerf í ríkiskassann? Er samband þeirra við ríkið ekki sama eðlis og samband ríkisins við alríkisstjórnina? Og er það ekki af sömu ástæðum sem þeir hafa ekki veitt ríkinu viðnám og að ríkið hefur ekki veitt alríkisstjórninni viðnám? [2] Hvernig getur nokkur maður látið sér nægja að hafa einhverja skoðun og gert sig ánægðan með það? Er nokkur ánægja í því fólgin, ef hann telur sér misboðið? Ef nágranni þinn svíkur þig um einn einasta dollar, þá gerir þú þér ekki að góðu að vita að þú hafir verið svikinn eða að segja að þú hafir verið svikinn, eða jafnvel að biðja hann um að greiða þér það sem þér ber, þú gerir strax gangskör að því að fá alla upphæðina til baka og sjá til þess að þú verðir aldrei svikinn aftur. Að grípa til aðgerða út frá sannfæringu – að gera sér grein fyrir hvað sé rétt og fram- kvæma síðan – breytir málunum og tengslum; slíkt er í eðli sínu bylting og byggist ekki að öllu leyti á því sem áður var. Það sundrar ekki aðeins ríkjum og kirkjudeildum, það sundrar fjölskyldum, já það sundrar ein- staklingnum, skilur á milli þess sem djöfullegt er í honum og guðdóm- legt. [3] Óréttlát lög eru til. Eigum við að láta okkur nægja að fara eftir þeim eða eigum við að leitast við að bæta þau og fara eftir þeim þangað til, eða eigum við að brjóta þau strax? Við það stjórnarfar sem hér ríkir finnst mönnum yfirleitt að þeim beri að bíða þar til þeir hafa sannfært meirihlutann um að breyta lögunum. Þeir telja að veiti þeir viðnám, verði úrræðin verri en ríkjandi ófremdarástand. En ríkisstjórninni er um að kenna að úrræðin eru illu ástandi verri. Hún gerir þau verri. Hvers vegna er hún ekki fúsari til að taka frumkvæðið og koma á umbótum? Hvers vegna lætur hún sér ekki annt um vitran minnihlut- ann? Hvers vegna bregst hún ókvæða við og snýst til varnar áður en hún særist? Hvers vegna hvetur hún ekki borgarana til að vera á varðbergi og benda á galla sína og gera betur en hún ætlast til af þeim. Hvers vegna krossfestir hún ævinlega Krist, setur Koperníkus20 og Lúther21 út af sakramentinu, lýsir Washington22 og Franklin23 uppreisnarseggi? [4] Það mætti halda að ríkisstjórn hafi aldrei ígrundað að valdi henn- ar yrði afneitað vísvitandi og á raunhæfan hátt, eða hvernig getur öðruvísi á því staðið að hún hefur aldrei sett við slíku fastmótaða, hæfilega og viðeigandi refsingu? Ef eignalaus maður neitar, þó ekki væri nema einu sinni, að vinna sér inn níu skildinga til handa ríkisvaldinu, er hann fangelsaður og eftir því sem ég best veit án þess að nokkur lög tilgreini hve löng fangavistin skuli vera, heldur fer hún einungis eftir geðþótta þeirra sem settu hann bakvið lás og slá, en ef hann stelur níutíu TMM_2_2009.indd 36 5/26/09 10:53:23 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.