Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Qupperneq 37

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Qupperneq 37
B o r g a r a l e g ó h l ý ð n i TMM 2009 · 2 37 sinnum níu skildingum frá ríkinu, þá er hann fljótlega aftur frjáls ferða sinna. [5] Ef ranglætið er þáttur í nauðsynlegum núningi í stjórnarvélinni, þá skulum við láta hann eiga sig, algjörlega eiga sig; ef til vill slípast það til – vélin mun áreiðanlega ganga úr sér. Ef ranglætið hefur gorm, eða trissu eða reipi, eða sveif til eigin þarfa, þá er ef til vill vert að hugleiða hvort viðgerðin verði ekki biluninni verri; en ef hún er þess eðlis að hún geri þér skylt að beita annan ranglæti, þá segi ég: brjóttu lögin. Gerðu líf þitt að þeirri mótstöðu sem stöðvar vélina. Það sem mér ber að gera er að minnsta kosti að sjá til þess að ég leggi ekki lið þeim rangindum sem ég fordæmi. [6] Ef nota á þær aðferðir sem ríkisvaldið býður upp á til að ráða bót á ranglætinu, þá þekki ég ekki til slíkra leiða. Þær taka of langan tíma og mannsævin verður á enda. Ég hef öðrum málum að sinna. Ég kom í heiminn, ekki aðallega til að gera hann lífvænlegan, heldur til að lifa í honum hversu góður eða slæmur sem hann kynni að vera. Maður þarf ekki að gera allt heldur eitthvað, og vegna þess að hann getur ekki gert allt er ekki nauðsynlegt að hann geri eitthvað rangt. Það er ekki frekar í mínum verkahring að rita bænaskrá til ríkisstjórans eða ríkisþingsins en að þeir semji bænaskrá til mín og ef þeir yrðu ekki við óskum mínum, hvað ætti ég þá að gera? Í slíku tilfelli hefur ríkisvaldið ekki gert ráð fyrir neinum úrræðum, sjálf grundvallarlög þess eru ranglát. Þetta kann að þykja harkalegt, þvergirðingslegt og ekki líklegt til að leiða til sátta en sýnir í raun einskæra gæsku og tillitsemi þeim eina anda sem getur metið það eða á það skilið. Þannig eru allar breytingar til hins betra, líkt og fæðingin og dauðinn sem skekja líkamann. [7] Ég hika ekki við að segja að allir þeir sem kalla sig afnámssinna ættu strax að láta af öllum virkum stuðningi sínum, bæði hvað varðar persónu sína og eignir, við stjórn Massachusettsríkis en bíða þess ekki að þeir nái eins manns meirihluta til að geta látið réttlætið ná fram að ganga. Ég tel að það sé nóg að þeir hafi guð með sér án þess að bíða eftir fleirum. Og það sem meira er: hver sá maður sem hefur réttlætið með sér er þegar orðinn eins manns meirihluti.24 [8] Ég hitti ríkisstjórn Bandaríkjanna, eða fulltrúa hennar, stjórn rík- isins, beinlínis og augliti til auglitis einu sinni á ári – ekki oftar – þegar ég hitti skattheimtumann hennar25, aðeins þannig kemst maður í minni stöðu ekki hjá að hitta þessa stjórn og þá segir hún skýrt og skilmerki- lega: Viðurkenndu mig, og ekki er til einfaldari og áhrifameiri leið, eins og málin standa, engin óhjákvæmilegri hegðun gagnvart henni í þessari persónu til að tjá litla ánægju sína og ást á henni en að afneita henni við TMM_2_2009.indd 37 5/26/09 10:53:23 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.