Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 38

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 38
H e n r y D av i d Th o r e a u 38 TMM 2009 · 2 einmitt þetta tækifæri. Sá ágæti nágranni minn, skattheimtumaðurinn, er sá sem ég á samskipti við – því þegar allt kemur til alls deili ég við fólk en ekki bókfell – og hann hefur af frjálsum vilja kosið að vera umboðs- maður stjórnarinnar. Hvernig á hann nokkru sinni að komast að því hvað hann er og gerir sem fulltrúi stjórnarinnar, eða sem maður, fyrr en hann þarf að gera upp við sig hvort hann á að koma fram við mig, nágranna sinn sem hann ber virðingu fyrir, eins og nágranna og velvilj- aðan mann eða sem vitfirring og ólátasegg og komast að því hvort hann geti sneitt hjá því að vera góður granni án ruddalegri og hvatvísari hugs- unar eða orða en hæfa gerðum hans? Ég er þess fullviss að ef eitt þúsund, ef eitt hundrað, ef tíu menn sem ég gæti nefnt – ef aðeins tíu heiðarlegir menn – já, ef einn HEIÐARLEGUR maður í Massachusettsríki hætti þrælahaldi, drægi sig út úr þessari samvinnu og yrði þar af leiðandi stungið í héraðsfangelsið, væri þrælahald í Bandaríkjunum þar með úr sögunni. Því það skiptir engu hversu smávægileg byrjunin kann að virð- ast: það sem er einu sinni vel gert mun standa. En okkur finnst betra að tala um það sem við nefnum köllun okkar. Umbætur hafa urmul dag- blaða á sínum snærum en engan mann. Ef háttvirtur nágranni minn, sendiherra ríkisins26, sem helgar tíma sinn því að komast að niðurstöðu um mannréttindi í ráðsnefndinni í stað þess að eiga á hættu fangelsisvist í Suður-Karólínu, yrði fangi í Massachusetts, því ríki sem er svo áfram um að klína þrælasyndinni upp á systurríki sitt – þótt það hafi enn sem komið er ekki getað vænt það ríki um annað en skort á gestrisni – þá gæti löggjafarsamkoma ríkisins ekki með öllu ýtt málinu til hliðar næsta vetur. [9] Undir stjórn sem fangelsar einhvern ranglega er fangelsi líka rétti staðurinn fyrir réttlátan mann. Á þessari stundu er fangelsi rétti stað- urinn, eini staðurinn, sem Massachusettsríki hefur upp á að bjóða fyrir frjálsa og djarfa anda þegar ríkið að eigin frumkvæði vísar þeim frá og læsir úti úr ríkinu á sama hátt og þeir hafa sannfæringar sinnar vegna lokað sig úti úr ríkinu. Það er þarna sem flóttaþrællinn, mexíkanski fanginn á reynslulausn og indíáninn sem kominn er til að bera upp þau rangindi sem kynþáttur hans er beittur27 ættu að hitta þessa menn, á þessum afmarkaða en frjálsa og virðingarverða stað sem ríkisvaldið setur þá sem eru ekki með því heldur gegn því – í eina húsinu í þrælaríki sem frjáls maður getur dvalið og haldið virðingu sinni óskertri. Ef ein- hver heldur að áhrifa þeirra gætti ekki þar og rödd þeirra hrelldi ekki eyru ríkisvaldsins, að þeir væru ekki líkt og óvinir innan veggja þess, þá veit hann ekki hvernig sannleikurinn er afglöpunum yfirsterkari og hvernig sá sem reynt hefur rangindin á eigin skinni getur barist gegn TMM_2_2009.indd 38 5/26/09 10:53:23 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.