Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 39

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 39
B o r g a r a l e g ó h l ý ð n i TMM 2009 · 2 39 ranglætinu af meiri mælsku og með betri árangri. Greiddu allt atkvæði þitt, ekki einungis pappírssnepil, heldur allan þinn áhrifamátt. Minni- hluti er valdalaus svo lengi sem hann aðlagar sig meirihlutanum, þá er hann ekki einu sinni minnihluti, en hann er ósigrandi þegar hann spyrnir við af öllu afli. Ef aðeins eru tveir kostir fyrir hendi: að fangelsa alla réttláta menn eða afnema þrælahald, þá mun ríkið ekki hika við hvorn kostinn það á að velja. Ef þúsund menn greiddu ekki skattinn sinn í ár, fylgdi því ekki sama ofbeldi og blóðbað og ef þeir greiddu hann og gerðu þar með ríkinu fært að beita ofbeldi og úthella saklausu blóði. Þetta er í raun lýsing á friðsamlegri byltingu, ef slík bylting er yfirleitt möguleg. Ef skattheimtumaðurinn, eða einhver annar opinber starfs- maður, spyr mig, eins og einn þeirra hefur þegar gert: „En hvað á ég að gera?“, þá er svar mitt: „Ef þú vilt raunverulega gera eitthvað, þá skaltu segja upp starfi þínu.“ Þegar þegn hefur sagt sig úr lögum og embættis- maðurinn hefur sagt upp starfi sínu, þá hefur byltingin náð fram að ganga. En gerum ráð fyrir að blóði væri úthellt. Má ekki segja að blóði sé úthellt þegar samviskan er særð? Um það sár streymir raunverulegur manndómur og ódauðleiki mannsins og honum blæðir til eilífs dauða. Ég sé blóð flæða núna. [10] Ég hef fjallað fremur um fangelsun afbrotamannsins en upptöku eigna hans – þótt hvort tveggja þjóni sama tilgangi – vegna þess að þeir sem halda fram sannleikanum hreinustum og eru þess vegna hættuleg- astir spilltu ríki hafa yfirleitt ekki eytt miklum tíma í að sanka að sér eignum. Slíkum mönnum veitir ríkið tiltölulega litla þjónustu og smá- skattur virðist óheyrilegur, sérstaklega ef þeir þurfa að vinna fyrir honum með erfiðisvinnu. Ef til væri sá sem lifði algjörlega án þess að nota peninga, mundi ríkisvaldið hika við að krefjast þeirra af honum. En ríkur maður – til að vera ekki með ósanngjarnan samanburð – er alltaf ofurseldur þeirri stofnun sem auðgar hann. Svo talað sé hreint út: því meiri peningar því minni dyggð, því peningar koma milli mannsins og eigna hans og fyrir tilstilli þeirra fær hann þessar eignir og ekki þarf mikla dyggð til að afla þessa fjár. Það þaggar niður í mörgum spurn- ingum sem honum hefði reynst erfitt að svara svo eftir verður aðeins ein, erfið en óþörf, hvernig eigi að eyða fénu. Þannig er siðferðisgrund- vellinum kippt undan fótum hans. Tækifærunum til að lifa fækkar í hlutfalli við fjárráð. Það besta sem nokkur maður getur gert til mennt- unar hugar síns og handa þegar hann er ríkur er að reyna að hrinda í framkvæmd þeim áætlunum sem hann gerði meðan hann var fátækur. Kristur svaraði Heródesarsinnum á sömu forsendum og þeir spurðu. „Sýnið mér skattpeninginn,“ sagði hann – og einn þeirra tók penní upp TMM_2_2009.indd 39 5/26/09 10:53:23 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.