Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 40

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 40
H e n r y D av i d Th o r e a u 40 TMM 2009 · 2 úr vasanum – ef þið notið pening sem ber mynd Sesars og hann hefur sett í umferð og gefið gildi, það er ef þið eruð menn ríkisins og njótið glaðir ávaxtanna af stjórn Sesars, þá skulið þið greiða honum til baka hans eigið fé þegar hann krefst þess. „Gjaldið þá keisaranum það sem keisarans er og guði það sem guðs er“28 – og þeir voru litlu nær vegna þess þeir vildu ekkert vita. [11] Þegar ég ræði við þá nágranna mína sem frjálsastir eru finn ég að hvað svo sem þeir segja um hve mikilvæg og alvarleg þessi mál eru og um umhyggju sína fyrir almannafriði, þá geta þeir þegar öllu er á botn- inn hvolft ekki séð af vernd núverandi stjórnar og þeir óttast afleiðing- arnar fyrir eignir sínar og fjölskyldu ef þeir óhlýðnast. Hvað sjálfum mér viðvíkur vildi ég aldrei þurfa að treysta á vernd ríkisins. En ef ég afneita valdi ríkisins þegar það leggur fram álagningarseðilinn, þá mun það fljótt gera upptækar og eyða öllum eigum mínum en hrella mig og fjölskyldu mína endalaust. Slíkt er erfitt. Þetta gerir það að verkum að ómögulegt er fyrir nokkurn mann að lifa heiðarlega en jafnframt þægi- legu lífi hvað ytri aðstæður snertir. Það væri ekki þess virði að safna eignum sem víst væri að glötuðust aftur. Einhvers staðar þarf maður að leigja eða hokra, uppskera eitthvert smáræði og neyta þess án tafar. Maður þarf að lifa innra lífi, treysta á sjálfan sig, vera við öllu búinn og hafa lítið umleikis. Menn geta jafnvel orðið ríkir í Tyrklandi, ef þeir eru að öllu leyti góðir þegnar tyrknesku stjórnarinnar. Konfúsíus sagði: „Ef ríkinu er stjórnað af skynsemi, eru fátækt og eymd til skammar29, ef rík- inu er ekki stjórnað af skynsemi eru auðæfi og virðing til skammar.“ Nei, þar til ég vil að vernd Massachusettsríkis nái til mín í einhverri fjar- lægri Suðurríkjahöfn þar sem frelsi mitt er í hættu eða þar til ég hef einsett mér að safna að mér eignum með friðsömum hætti hér heima fyrir hef ég efni á að afsegja öll tengsl við Massachusettsríki og rétt þess til lífs míns og eigna. Það kostar mig minna að eiga yfir höfði mér refs- ingu fyrir óhlýðni við ríkið en að hlýðnast því. Ég áliti sjálfan mig minna virði ef ég gerði það. [12] Fyrir nokkrum árum vitjaði ríkisvaldið mín fyrir hönd kirkj- unnar og fyrirskipaði mér að greiða ákveðna upphæð til að sjá fyrir presti sem faðir minn hlustaði á predikanir hjá en ég aldrei. „Borgaðu,“ sagði það, „eða þú ferð í fangelsi.“ Ég neitaði að greiða. En því miður fannst öðrum manni við hæfi að greiða þetta fyrir mig. Ég fékk ekki séð hvers vegna leggja ætti skatt á kennara til að sjá fyrir presti, en ekki á prestinn til að sjá fyrir kennaranum: ég kenndi ekki við ríkisskóla en sá fyrir mér með frjálsum framlögum. Ég fékk ekki séð hvers vegna menn- ingarmiðstöðin30 ætti ekki að leggja fram skattseðil og láta ríkið styðja TMM_2_2009.indd 40 5/26/09 10:53:23 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.