Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 43

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 43
B o r g a r a l e g ó h l ý ð n i TMM 2009 · 2 43 [2] Hann var við annan gluggann, ég hinn, og ég sá að ef maður væri þarna nógu lengi færi tíminn að mestu í að horfa út um gluggann. Ég var ekki lengi að lesa það sem þarna var skrifað og skoða hvar fyrri fangar höfðu brotist út, hvar rimlarnir höfðu verið sagaðir sundur og heyra sögu ýmissa þeirra sem þarna höfðu dvalið, því ég komst að því að jafn- vel þarna voru sögur og slúður sem aldrei barst út fyrir fangelsisveggina. Líklega er þetta eina húsið í bænum þar sem vísur eru ortar og ganga síðan manna á milli en eru aldrei gefnar út. Ég sá nokkuð langan bálk, saminn af ungum mönnum sem náðst höfðu þegar þeir reyndu að flýja og hefndu sín með því að syngja hann. [3] Ég reyndi að þurrausa klefafélaga minn því ég var hræddur um að ég hitti hann ekki aftur, en eftir nokkra stund benti hann mér á hvoru rúminu ég ætti að sofa og lét mig um að slökkva á lampanum. [4] Það var eins og að ferðast til fjarlægra landa, landa sem ég hafði aldrei búist við að sjá, að liggja þarna eina nótt. Mér fannst að ég hefði aldrei heyrt bæjarklukkuna slá áður eða kvöldhljóðin í þorpinu því við sváfum við opinn glugga sem var innan við rimlana. Þetta var eins og að sjá heimabæ minn í miðaldaljósi, Concordáin var orðin að Rínarfljóti og svipir riddara og kastala bar fyrir augu mín. Þetta voru raddir góð- borgaranna sem ég heyrði utan af götunni. Óviljandi sá ég og heyrði allt sem sagt var og gert í kráareldhúsinu við hliðina á fangelsinu – algerlega ný og sérkennileg reynsla fyrir mig. Þetta var nærmynd af heimabæ mínum. Ég var staddur í honum miðjum. Ég hafði aldrei séð stofnanir hans fyrr. Þetta er ein af sérkennilegustu stofnunum hans því á þessum tíma var Concord héraðshöfuðstaður. Mér fór að skiljast við hvað íbú- arnir sýsluðu. [5] Næsta morgun var morgunmatnum stungið inn um gat á hurð- inni í litlum ílöngum blikkbökkum sem pössuðu í gatið og í þeim hálf- peli af súkkulaði, rúgbrauð og járnskeið. Þegar kallað var eftir ílátunum aftur var ég nógu grænn til skila brauðbita sem ég hafði leift en félagi minn greip hann og sagði að ég ætti að geyma hann til að eiga með hádegis- eða kvöldmatnum. Skömmu seinna fór hann í heyskap þarna í nágrenninu, en þangað fór hann á hverjum degi, og var ekki von á honum aftur fyrr en á hádegi svo hann kvaddi mig og sagðist efast um að hann sæi mig þegar hann kæmi til baka. [6] Þegar ég kom út úr fangelsinu – því einhver hafði gripið inn í og borgað skattinn33 – sá ég ekki að miklar breytingar hefðu átt sér stað á almenningnum, ekki eins og sá sem settur er inn á æskudögum og staul- ast út aftur gamall og gráskeggjaður, en samt höfðu meiri breytingar átt sér stað – á bænum, ríkinu, landinu – meiri en tíminn einn hefði getað TMM_2_2009.indd 43 5/26/09 10:53:24 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.