Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Side 64

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Side 64
G u n n a r K a r l s s o n 64 TMM 2009 · 2 um samningi. Heimastjórninni verður ekki haggað. Hvers vegna að rjúka til og semja … núna …“ Síðan bættist það við, sem Sveinn Bene- diktsson nefndi í Morgunblaðsgrein sinni 1963, að Íslendingar báru enga ábyrgð á stöðulögunum af því að þeir höfðu aldrei samþykkt þau. Með þeim höfðu þeir ekki afsalað sér neinum réttindum og því virtist auðveldara að krefjast þess seinna að mál eins og utanríkismál og her- varnir yrðu sérmál Íslands ef þau væru sameiginleg samkvæmt stöðu- lögunum en ekki samkvæmt samningi sem Íslendingar hefðu leitt í lög sjálfir.38 Loks kom það til liðs við uppkastsandstæðinga að þetta voru ár bloss- andi þjóðernishyggju frá því upp úr aldamótum. Í Reykjavík flutti Jón Jónsson, sem síðar kallaði sig Jón Aðils, innblásna sögulega fyrirlestra sem komu jafnóðum út í bókunum Íslenzkt þjóðerni og Gullöld Íslend- inga.39 Ég veit ekki hvort boðskapur Jóns hafði mikil áhrif, en innihald bókanna gefur að minnsta kosti hugmynd um ríkjandi hugarfar í bænum. Ungmennafélögin, boðberar íslenskrar þjóðrækni, voru líka að verða til á þessum árum. Vaxandi fiskafli vélbáta og togara hlóð upp efnahagsgrunn undir sterka þjóðlega sjálfsmynd. Norðmenn sköpuðu fyrirmynd með því að slíta sig úr konungssambandi við Svía 1905. Hagsýn miðlunarsjónarmið sem höfðu ríkt í stjórnmálum á síðasta áratug 19. aldar, á Íslandi og í grannlöndunum, áttu ekki upp á pallborð- ið lengur.40 Það varð Hannesi Hafstein að fótakefli að átta sig ekki á þessu. Hvenær er rétt að semja? Ekki er hægt að segja að Ármann Jakobsson flytji í bók sinni neinn almennan boðskap um hvort rétt sé að vera staðfastur eða sveigjanlegur í pólitískum samningum. En söguhetja hans lætur að minnsta kosti til sín taka með því að vera tortryggin á samninga og afslátt af meginkröf- um. Það gengur því sæmilega upp að tefla Ármanni fram sem andstæð- ingi Vilmundar Gylfasonar því að það er samfelldur og opinskár boð- skapur Vilmundar að málamiðlanir séu góðar (sjónarmið sem ég er ekki viss um að hann hafi alltaf fylgt sjálfur sem stjórnmálamaður). Hann stendur með Páli Briem í miðlun hans í stjórnarskrármálinu 1889–91, með Valtý Guðmundssyni í valtýsku um aldamótin, með Hannesi Haf- stein í baráttunni um uppkastið, með þeim sem gerðu sambandslaga- samninginn 1918, gegn þeim sem andmæltu hernámi Breta á Íslandi 1940, með lögskilnaðarmönnum í lýðveldisstofnunarmáli, með þeim sem sættu sig ófúsir við inngöngu í NATO 1949, með þeim sem vildu að TMM_2_2009.indd 64 5/26/09 10:53:25 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.