Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 72

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 72
72 TMM 2009 · 2 Úlfhildur Dagsdóttir Drekar, dömur og dæmalaus töfrabrögð nýlegar þýddar fantasíur fyrir börn og unglinga Það verkar kannski óþarflega dramatískt en ég er samt að hugsa um að hefja þessa grein á dauða bókarinnar. Eða réttara sagt meintum dauða hennar, en í ljós hefur komið að allar frásagnir af dauða hennar reyndust stórlega ýktar. Auðvitað einfalda ég söguna og gerist jafnvel sek um sögufölsun, en þetta er grein um fantasíur og því finnst mér ég megi vel taka svolítið út úr ævintýrabankanum (enda er hann eini bankinn sem er ekki gjaldþrota í augnablikinu). Það er auðvitað Harry Potter sem er aðalsöguhetjan í þessari sögu af dauða og upprisu, eða er það höfundur hans, Jóhanna Rowling? Allt fer það eftir því hvort sagan er sögð frá sjónarhóli femínismans eða fantasíunnar. Þið munið vel eftir þessu, þetta var síðla á tíunda áratugnum, fyrir- tíðaspennan var að hefjast með tilheyrandi dómsdagsspám þar sem tæknin lék aðalhlutverkið. Annars vegar átti hún að taka yfir – bókina til dæmis – og hins vegar að hrynja (2000 heilkennið). Þessi ægilegi nútími kvikmynda og myndbanda, tækni og tölva, sæborga og sjón- varpa, virtist fyllilega í stakk búinn að koma ritmáli og lestri fyrir katt- arnef. Bókin með sínum kápum og kjölum, brakandi pappír og svörtum sæg tákna væri illa samkeppnishæf í heimi uppfullum af lifandi og lit- ríkum myndum, gagnvirkum leikjum og eilífu aðdráttarafli blárrar birtu skjáanna. Tæknin birtist sem eins konar rottufangari sem með flautuleik sínum lokkar börnin burt úr hollum heimi bókarinnar inn á refilstigu rafrænna rása. Bókin og ritmálið yrðu að táknum fortíðar, gamalla og góðra gilda sem mættu sín lítils gagnvart aðdráttarafli hinn- ar lævísu stafrænu tungu. Mitt í þessu öllu gaf einstæð móðir út litla fantasíubók um galdrastrák og vini hans og óvini. Og þessi bók, í anda gamalla og góðra ævintýra- sagna, varð að smelli meðal ungdómsins – og reyndar einnig eldri les- enda. Bókin heitir auðvitað Harry Potter og viskusteinninn (1997, ísl. TMM_2_2009.indd 72 5/26/09 10:53:26 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.