Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 75

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 75
D r e k a r , d ö m u r o g d æ m a l a u s t ö f r a b r ö g ð TMM 2009 · 2 75 okkur til að takast á við aðra heima og framandi þankagang og skoða okkur sjálf í gegnum þessa spéspegla. Ef hún er hamin og tamin um of í þrönga ramma þá tapar hún þessum krafti og róttækni. Dæmi um kraftmikla og róttæka fantasíu, sem vinnur innan hefð- bundins ramma fantasíunnar, er Ávítara-sería hinnar dönsku Lenu Kaaberbøl (2000–2003, þýð. Hilmar Hilmarsson 2004–2007). Bækurnar eru í stuttu máli sagt einn albesti fantasíuflokkur síðustu ára og áhuga- vert dæmi um frekar einfaldar fantasíur, án mikils glyss og glingurs, furðudýra eða ævintýra. Þetta yfirbragð ber þess merki að höfundur vinnur með form og hefðir fantasíubókmennta, til dæmis með því að færa sögur sínar meira yfir á svið hversdagsleikans. Sagan gerist í fortíð- arheimi en þar eru að sjálfsögðu átök góðs og ills, eins og hefðin segir til um, en hér hefur óskilgetinn hálfbróðir, Drakan að nafni, steypt hinum rétta fursta af stóli. Gegn honum er teflt konu, einstæðri móður þriggja barna, en tvö þeirra eru aðalhetjur sagnanna. Konan er göldrótt og býr yfir svokölluðum ávítarahæfileika: með raddbeitingu og mögnuðu augna- ráði getur hún fengið seka til að játa sekt sína og skammast sín. Þennan hæfileika, sem dóttirin Dína hefur erft, óttast Drakan og því gerir hann það sem hann getur til að valda fjölskyldunni skaða, en um þessar ofsóknir fjalla bækurnar. Þó að hér sé vissulega til staðar hin hefð- bundna hetja, sonur furstans sem býr með fjölskyldu ávítara-móðurinn- ar, þá er honum haldið til hlés og aðalsögupersónurnar eru hin einstæða móðir og dóttir hennar. Í fordómum samfélagsins gagnvart þeim má ennfremur sjá ummerki um gagnrýni á nornaofsóknir sextándu og sautjándu aldar og þannig er heilmikil uppreisn í sögunni, þó að hún haldi þeirri hefð fantasíunnar að gerast í samfélagi fortíðar með tilheyr- andi hefðum í kyn- og stéttaskiptingu. Önnur velheppnuð fantasía með femínískum undirtónum er Rúna- tákn eftir Joanne Harris (þýð. Kristín R. Thorlacius 2007). Sú saga gerist einnig í hinni fjarlægu fortíð fantasíunnar og sækir efnivið sinn aðallega í heim norrænna goðsagna, en sagan segir frá unglingsstúlkunni Möllu sem býr í Malarbæ. Fimmhundruð ár eru liðin frá ragnarökum og í kjölfar þeirra hefur Reglan haslað sér völl í heiminum, með boðum og þó aðallega bönnum sem snúa að hvers kyns óreglu, en til hennar teljast bæði draumar og galdrar. Hér er því verið að fjalla um hvernig sjálft ímyndunaraflið er bælt niður og þó að kristin trú sé hvergi nefnd á nafn er tilvísun bókarinnar í fyrrnefndar galdraofsóknir augljós. Fulltrúar Reglunnar nefna sig Rannsóknardómara og þeir búa yfir máttugum krafti sem þeir nefna Orðið. Þannig liggja átök trúarheima undir í þess- ari þykku bók, jafnframt því sem verið er að fjalla um mikilvægi fant- TMM_2_2009.indd 75 5/26/09 10:53:26 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.