Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Side 76

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Side 76
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r 76 TMM 2009 · 2 asíunnar sjálfrar, þátt ímyndunaraflsins og draumanna. Malla er gott dæmi um sterka kvenhetju og þann möguleika fantasíunnar að snúa upp á kynhlutverk, en komu hennar er spáð í Völuspá, nema bara að þar er auðvitað spáð fyrir komu karlhetju. Ávítara-serían og Rúnatákn eru bækur af þeirri grein fantasíubók- mennta sem gerast algerlega í tilbúnum heimi. Iðulega er talað um J.R.R. Tolkien sem brautryðjanda slíkra bókmennta því Hobbitinn og Hringa- dróttinssaga eru af þessu tagi, en þar er meðal annars vísað til norrænar goðafræði. Ólíkt því sem margir virðast álíta er fantasían víðfeðmt og fjölbreytt svið bókmennta og skiptist í fjölmargar undirdeildir. Það sem flestir kalla fantasíur er þó nokkuð vel skilgreint fyrirbæri, en það eru bækur sem fylgdu í kjölfar Hringadróttinssögu Tolkiens (1954–1955). Áhrif Tolkiens á greinina verða seint eða aldrei ofmetin, en hann bjó meira eða minna til þessa tegund fantasíunnar sem síðar hefur orðið að eins konar erkitýpu hennar. Þessar sögur, sem mætti kalla „hreinar fant- asíur“, gerast í öðrum heimi sem er yfirleitt hálfmýtískur og fjarlægur í tíma, þar búa ýmsar vættir í bland við mannfólk og galdrar og töfrar eðlilegur hluti lífsins: og hér á hin hefðbundna hetja auðvitað sinn fasta sess. Nálgunin á hlutverk eða ímynd hetjunnar getur verið ágætismæli- kvarði á það hversu hefðbundin fantasían er. Reglulega koma út fant- asíur sem gera lítið í því að umbylta formi en leggja þeim mun meiri áherslu á að halda öllum hefðum til haga. Versta dæmið um slíka er Eragon-serían eftir hinn unga höfund Christopher Paolini (2003– (ólok- ið) þýð. Guðni Kolbeinsson 2005–). Fyrsta bókin var á sínum tíma auglýst með miklum látum og mikið var gert með það að höfundurinn hefði aðeins verið fimmtán ára þegar hann hóf að skrifa söguna. Sagan hefur allt sem tilheyrir í fantasíum: unga karlhetju, dreka, illmenni, álfameyjar, bardaga og galdra. Það er fátt frumlegt í söguþræðinum sem segir frá ungum dreng sem finnur drekaegg og gerist höfuðandstæð- ingur hins illa drekariddara sem heildur heiminum í ógnargreipum. Enda er frumleiki í söguþræði ekki endilega málið, aðalatriðið er hvern- ig unnið er úr þeim (formúlu)spilum sem höfundur hefur á hendi. Og þar fellur Eragon flatur og stærstur hluti bókanna er ofhlaðinn klisjum, meðal annars í ofurhefðbundnum kynhlutverkum og lítt spennandi hliðarsögum og persónum. En drekarnir eru ljómandi vel gerðir og ná á stundum að lífga upp á söguna. Það vantar hins vegar alveg dreka í þrjár aðrar fantasíur sem allar fylgja hefðinni óþarflega vel eftir. Dularfulla bókin: Á háskaslóðum (1964, þýð. Heidi Ploder 2007) eftir Lloyd Alexander er einnig fyrsta bók TMM_2_2009.indd 76 5/26/09 10:53:26 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.