Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Qupperneq 79

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Qupperneq 79
D r e k a r , d ö m u r o g d æ m a l a u s t ö f r a b r ö g ð TMM 2009 · 2 79 Það er þó ekki fyrr en um 1970 sem farið er að markaðssetja fantasíur sem sérstaka bókmenntagrein, án þess þó að slíku hafi fylgt mikil viður- kenning eða virðing. Þó þykir fantasían merkilegri pappír en hrollvekj- an, en hrollvekjur hafa á stundum verið kynntar sem „myrkar fantasíur“ og nú síðast sem „borgarfantasíur“. Reyndar er margt skylt með þessum tveimur greinum, eins og kemur fram í því að gotneska skáldsagan til- heyrir báðum og hefur leikið mikilvægt hlutverk í fantasíu-fræðum ekki síður en í sögu hrollvekjunnar. Fantasían er nefnilega ákaflega víðfeðmt fyrirbæri og rúmar ansi margt innan vébanda sinna, fyrir utan fyrr- nefndar hrollvekjur og vísindaskáldsögur má minna á að ástarsögur og glæpasögur nýta sér stöðugt þætti og þræði fantasíunnar. Hér er vert að minna á að gera má greinarmun á fantasíu sem bókmenntagrein og fantasíu í bókmenntum (til dæmis töfraraunsæi), en þetta er ekki endi- lega sami hluturinn (þó það geti vissulega verið það). Að auki er mikil- vægt að ítreka fjölbreytni greinarinnar, en þegar kemur að sérhæfðum bókmenntagreinum (genre) eins og fantasíum, glæpasögum og hroll- vekjum, er viðkvæðið oft að þær séu allar eins, að þetta séu fyrirsjáan- legar formúlubókmenntir sem hafi það fyrst og fremst að markmiði sínu að bjóða lesanda upp á eins konar veruleikaflótta. Á sama hátt er gert ráð fyrir að allar fantasíur séu álíkar, fjalli um ævintýri, hetjur, dreka, galdra og illvættir. Vissulega má finna marga þessara þátta í flestum fantasíum en það kemur þó ekki í veg fyrir að þær geti verið gerólíkar innbyrðis. Þær bækur sem hér eru til umfjöllunar eru gott dæmi um það hversu fantasíur geta verið margbreytilegar. Tveir af helstu og þekktustu fræðimönnum á sviði fantasíubók- mennta, Tzvetan Todorov og Rosemary Jackson eru fremur neikvæð gagnvart því sem hér hefur verið kallað hrein fantasía. Þau sjá slíkar sögur sem óvirkar og gera ekki ráð fyrir neinum hræringum þar. Eins og áður hefur komið fram eru bækur Kaaberbøl og Harris dæmi um að slíkar alhæfingar eru vafasamar, en fyrir utan þær eru fyrrnefndar Earth sea-bækur Ursulu Le Guin afskaplega gott dæmi um róttæka fant- asíu sem samt heldur sig á hefðbundnum slóðum. Það er svolítið eins og Todorov og Jackson, sem voru brautryðjendur, ekki aðeins hvað varðar fræði um fantasíur heldur á sviði afþreyingarbókmennta almennt, hafi fundið sig knúin til að skapa sér strámann sem andstæðing í þeim til- gangi að reyna að búa til stigveldi innan fantasíubókmennta, en fyrir slíku er heilmikil hefð. Tzvetan Todorov var búlgarskur fræðimaður búsettur í Frakklandi. Árið 1970 sendi hann frá sér rit sem hefur orðið að grundvallarviðmiði fantasíufræða, Introduction à la littérature fantastique, sem á ensku TMM_2_2009.indd 79 5/26/09 10:53:26 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.