Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 84

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 84
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r 84 TMM 2009 · 2 Sagan lýsir tveimur aðskildum heimum, hinum kunnuglega hvers- degi og svo hinum ókunna og ævintýralega – en í ljós kemur að tenging- arnar þarna á milli eru meiri en ætla mætti í upphafi. Abarat er bæði nokkuð óhugnanleg (óhugnaðurinn eykst í næstu bók, en hún hefur ekki verið þýdd) og nokkuð fyndin, og dramað er í hefðbundnum ævintýrastíl – hér er dreki, prinsessa og prins, eilíf ást og hrollvekjandi óvinur, og, síðast en ekki síst, vaxandi skemmtanaiðnaður, en lýsingin á honum minnti mig skemmtilega á Gleði-Glaum Andra Snæs í Sögunni af Bláa hnettinum. Eins og sú saga er Abarat ríkulega myndskreytt, en samhliða rithöfundarstörfum hefur Barker starfað að myndlist og kvikmyndagerð og mun þessi saga hafa átt upphaf sitt í röð af málverk- um. Þess má einnig geta að eitt einkenni verka Barkers er að gera mynd- mál bókstaflegt – nokkuð sem tengist mikilvægi myndlýsinga í bókum hans. Dæmi um þetta eru eyjarnar tuttugu og fimm í Abarat, en þær eru allar, hver og ein, stundir sólarhringsins – sú tuttugastaogfimmta er eyja leyndardómanna, tími utan tíma. Þannig er klukkan alltaf tvö um dag á einni eyju og tvö um nótt á annarri og átökin í sögunni ganga síðan út á valdabaráttu milli dags- og nætureyjanna. Hið klassíska goðsagna- og ævintýraminni um baráttu ljóss og myrkurs er því fært í bókstaflegt form heima og (ó)vætta sem eru klárlega táknmyndir dags eða nætur. Þetta stílbragð er eitt af því sem Todorov fjallar um í verki sínu og bend- ir á að sé einkenni fantasíu. Fantasían sem bókmenntagrein einkennist iðulega af þó nokkurri sjálfsmeðvitund og margar fantasíur má flokka sem eins konar sjálfssögur (metafiction), að því leyti sem þær hverfast um sjálfar sig sem sögur og þá ekki síður um tungumálið sjálft, þegar myndmál og myndhvefingar öðlast sjálfstætt líf innan textans. Þetta kemur vel fram í bókinni Blekhjarta eftir hina þýsku Corneliu Funke (2003, þýð. Hafliði Arngrímsson 2008), en þar lesa söguhetjurnar persónur og hluti úr bókum inní veruleikann. Bókin gengur út á mikil- vægi þess að lesa og að kunna að njóta góðra bóka og þeirra ævintýra sem þær hafa upp á að bjóða. Jafnframt fjallar sagan um hættur bókar- innar, eða kannski hættur þess að tapa sér alveg í bókum. Cornelia Funke hefur áður skrifað um mörk veruleika og fantasíu í Konungi þjóf- anna (2000, 2004), en þar kemur hringekja við sögu. Sú saga gerist í Feneyjum og segir frá munaðarlausum bræðrum sem eru á flótta undan frænku sinni, en hún vill ættleiða þann yngri en senda hinn á munaðar- leysingarheimili. Líkt og í Blekhjartanu fer Funke þá leið að halda fanta- síunni í hófi, hún kemur í raun ekki í ljós fyrr en í lok sögunnar. Sögur Zizou Corder eru sömuleiðis dæmi um bækur sem ramba á TMM_2_2009.indd 84 5/26/09 10:53:27 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.