Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Side 86

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Side 86
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r 86 TMM 2009 · 2 heimili fyrir vandræðaunglinga og kemst í klærnar á hópi norna og galdramanna. Sumt í sögunni minnir á sögur bandaríska hrollvekjuhöf- undarins H.P. Lovecraft og annað á skáldsögur / kvikmyndir eins og Rosemary“s Baby og að því leyti sver hún sig í ætt við hrollvekjur líkt og Skelmir Gottskálks eftir Derek Landy (2007 þýð. Þórdís Bachmann). Þar segir frá því að þegar rithöfundurinn Gordon deyr, þá arfleiðir hann frænku sína Stefaníu að eignum sínum og jafnframt nokkrum leyndar- málum. Eitt þeirra er félagsskapur hans við spæjarann Skelmi Gott- skálks sem er lifandi beinagrind og sérhæfir sig í því að bæla niður ill öfl sem eitt sinn börðust um yfirráð heimsins en sitja nú sátt – allavega á yfirborðinu. Sagan er því öðrum þræði leynilöggusaga. Hrollvekjan og spennusagan eru einnig nærri í Býkúpu Marks Walden (2006 þýð. Guðni Kolbeinsson 2008) sem gerist í skóla fyrir upprennandi glæpamenn. Nemendurnir eru þó ekki alltaf sjálfviljugir og segir sagan frá einum slíkum, Ottó Malpense, sem skipuleggur flótta í félagi við nokkra sam- nemendur sína.11 Enn má nefna Göngin eftir Roderick Gordon og Brian Williams (2007, þýð. Rúnar Helgi Vignisson 2008)12, sem sömuleiðis vísar mjög til hrollvekjunnar, en þar segir frá heilu neðanjarðarsam- félagi sem Burrowsfeðgarnir uppgötva óvænt. Aðalsöguhetjan er þó sonurinn, Will, sem í félagi við vin sinn Chester eltir föður sinn niður löng göng inn í neðanjarðarsamfélag sem liggur undir allri Lundúna- borg. Vampýrubókin Ljósaskipti eftir Stephenie Meyer (2005, þýð. Magnea Matthíasdóttir 2008) hefði fyrir nokkrum árum bara verið kölluð hroll- vekja, en er nú markaðssett sem „borgarfantasía“ í takti við nýja tísku. Þar segir frá táningsstúlku sem verður ástfangin af strák sem hún síðan uppgötvar að er vampýra. Sem betur fer borðar hann ekki fólk heldur bara dýr. En þessi manngæska á ekki við um allar vampýrur eins og stúlkan á eftir að komast að. Þessi saga hefur verið gífurlega vinsæl og er gott dæmi um (afsakið) eilífar vinsældir vampýrunnar. Og talandi um hrollvekjur þá voru þrjár hrollvekjur fyrir unga lesendur hluti af þessari þýðingabylgju, Nágrannadraugurinn (2000), Hryllingsmyndavélin (2001) og Álagagríman (2002) eftir R.L. Stine í þýðingum Karl Emils Gunnars- sonar. En af einhverjum ástæðum virðast þær ekki hafa náð eins mikl- um vinsældum og fantasíurnar og því hefur ekki meira sést meira af þessum annars ágætu og ungæðislegu hryllum Stine. Mörkin milli hrollvekju og fantasíu eru oftar en ekki ansi óljós og margar af þeim fantasíum sem hér hafa verið ræddar innihalda hroll- vekjandi þætti. Í flestum tilfellum er hrollvekjan blönduð ævintýra- spennu en í öðrum birtist hryllingurinn sem virkilega óþægileg nær- TMM_2_2009.indd 86 5/26/09 10:53:27 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.