Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 103

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 103
Á h e l j a r þ r ö m i n n i TMM 2009 · 2 103 Edda og Þórey fara líka ólíka leið að persónum sínum. Sigrún Edda er orðin að skrímsli í útliti og fasi (enda endursköpuð af lýtalæknum) þann- ig að daður annarra við hana verður augsýnilega smjaður. Þórey gerir skörp skil á hinum innri og ytri manni, er glæsileg í útliti og ísmeygileg í framkomu þótt í hugsun og verki sé hún sannkallaður viðbjóður. 27. mars voru svo frumsýnd í leikhúsum í Reykjavík tvö verk sem tengjast, beint og óbeint, bágu ástandi íslensks samfélags og reyndar alls hins vestræna heims. Guði sé lof að við eigum enga framtíð Sædýrasafnið eftir franska rithöfundinn Marie Darrieussecq var samið nokkru fyrir bankahrun og kreppu; raunar árið þegar allt virtist blómstra fegurst, 2007. Það er líka „svo mikið 2007“ að það var Þjóðleik- hússtjóri, Tinna Gunnlaugsdóttir, sem bað þessa víðkunnu skáldkonu að semja leikrit fyrir sig og sitt hús, og Marie fyrir sitt leyti samdi verkið með annan þekktan Frakka í huga, leikstjórann Arthur Nauzyciel, leik- hússtjóra Ríkisleikhússins í Orléans. En Marie var efnahagsleg uppsveifla síst í huga þegar hún samdi verk- ið. Eins og hún segir í viðtali við Ásgeir H. Ingólfsson í Lesbók (21.3. 2009) fundum við á okkur fyrir löngu að ekki var allt sem sýndist: „Já, jafnvel ef fólkið vissi ekki um hrunið meðvitað var undirmeðvitundin búin að segja því frá því. Allir bjuggust, ómeðvitað, við því að eitthvað svona væri að fara að gerast,“ segir hún. Efniviðinn fékk hún víða að, úr frásögnum vina og kunningja sem höfðu lifað stríðin í Líbanon og Bosníu, úr frásögnum flóttamanna sem nóg er af í heiminum. „Upp- hafspunkturinn er við,“ segir hún í viðtalinu, „þetta fólk sem er vant því að borða, lesa og skemmta sér áhyggjulaust.“ Hvernig hrynur heimur okkar og hver verða viðbrögð okkar? Í leikritinu erum við inni á safni – sem er vel við hæfi. Hvað er veröld okkar á vesturlöndum annað en safn um eitthvað sem er orðið gamalt og sjaldgæft en um leið dýrmætt og eftirsóknarvert. Líf okkar er svo óralangt frá því lífi sem obbinn af heimsbyggðinni lifir – sjáið bara Asíu með sína milljarða manna, Afríku, Suður-Ameríku – að það á einkar vel við að láta hvíta vesturlandabúa búa á safni. Safnið í leikritinu er fyrir sjávardýr, eins og nafnið bendir til. Það á sérstaklega vel við Íslendinga sem hafa haft lifibrauð sitt af sjávarfangi öldum saman, að minnsta kosti að (stórum) hluta. Sædýrasafnið eiga og reka hjónin Karl og Mæja, og meðan allt lék í lyndi björguðu þau tegundum í útrýmingarhættu. „Þetta var virkilega TMM_2_2009.indd 103 5/26/09 10:53:28 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.