Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Síða 108

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Síða 108
S i l j a A ð a l s t e i n s d ó t t i r 108 TMM 2009 · 2 þetta … ha … ha …ha … ha. Krakkar, það eru spennandi tímar framundan. Bráðum getum við aftur farið að græða á daginn og grilla á kvöldin. Aðalatriðið er að vera bara ekki með neitt vesen. Fólk er orðið svo þreytt á svona veseni. Annar sér enga sök hjá sér: Maður bara mætti í vinnuna … bara mætti í vinnuna og hitti fólk og sagði góðan daginn. Svo fór maður á fund með öðru fólki … flaug eitthvert hviss og þá sagði það kannski bara Good morning svo fundaði maður bara og svo upp í flugvél og hviss og þar hitti maður annað fólk og sagði Guten Morgen og svo var bara fund- ur og svo flaug maður bara eitthvert hviss á einhvern annan stað … annan fund … þar var annað fólk sem sagði bara Hej og maður sagði bara hej og svo bara fundaði maður og flaug bara heim hviss Svo var maður bara lentur og maður sagði kannski bara konitziwaa og þá sagði fólkið þar kannski bara góðan daginn … já ég bað ekkert um þetta en þetta vorum við að gera sem vorum dugleg … duglegri … við sem nýttum tækifærin … Þó að meginhluti sýningarinnar séu eintöl var flytjandinn sjaldnast einn á sviðinu. Meðan einn talaði voru hinir tveir í látbragðsleik í kring- um hann svo að hljóð og mynd stönguðust algerlega á, „mónótónn er brotinn upp af þöglum farsaundirleik,“ eins og María Kristjánsdóttir orðaði það í Morgunblaðsgagnrýni (30.3.2009). Þú ert hér er fyrst og fremst mynd af ástandi og mönnunum sem ollu því, og hún er ekki geðsleg myndin sem við fáum af hetjum útrásarinn- ar, takmarkalausri mannfyrirlitningu þeirra, sjálfselsku, græðgi, of- neyslu: „Ég man ekki helminginn af þessu rugli. Hvað haldiði að ég muni? Við vorum bara hressir. Við vorum bara fullir. Hafiði aldrei lent í því að fara í veislu og svo drekkið þið bara aðeins of mikið og takið aðeins of mikið kókaín og svo bara arrrghh!!“ Þeir upphefja sig og sitt hlutverk og „gamla íslenska víkingseðlið”, þeir eru guðir. Enginn hluti textans nær betur afstöðu þeirra til þjóðar sinnar en lýsing undir lok verksins á tilfinningum mannsins sem er með móður sinni fjölfatlaðri í hjólastól í Kringlunni: Þegar Kringluferð okkar lauk og ég var að aka móður minni varlega niður hall- ann á bílastæðinu að bílnum hennar laust undarlegri hugmynd niður í kollinn á mér. Ef ég myndi sleppa stólnum. Ef ég myndi sleppa stólnum myndi móðir mín aka stjórnlaust áfram og ekki ná að stoppa fyrr en hún skylli á steinvegg eða kyrrstæðum bíl. Það er ekki eins og einhver ósýnileg hönd myndi stöðva stólinn. Og ég hitnaði að innan við tilhugsunina. Um móður mína akandi stjórnlaust í þungum hjólastólnum og ég fann ólgandi kærleika í hjarta mínu. En þess háttar kærleika finna bara þeir sem hafa kynnst þeirri tilfinningu að hafa einhvern fullkomlega á valdi sínu. TMM_2_2009.indd 108 5/26/09 10:53:28 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.