Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 114

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 114
D ó m a r u m b æ k u r 114 TMM 2009 · 2 og ber hæst í köflum Hrafns Oddssonar og Helgu Þórðardóttur, konu Sturlu. Sturla Einars er hrifnæmur og forvitinn grúskari sem nýtur sín ekki í valdatafli höfðingjanna eða hernaði en er hrókur alls fagnaðar í mannfagnaði og veislum. Hann líkir eftir látbragði og rödd viðmælanda sinna án þess að vita af því og heldur mönnum hugföngnum með því að segja Huldar sögu af innsæi og mik- illi frásagnarlist. Það tekst Einari Kársyni líka í þessari bráðskemmtilegu og vel hugsuðu bók. Björn Þór Vilhjálmsson Hylki utan um ekkert Guðrún Eva Mínervudóttir: Skaparinn. Forlagið, Reykjavík, 2008. Í einu þekktasta prósaverki breskrar rómantíkur segir af vísindamanni sem raðar saman illa fengnum líkamspörtum svo úr verður ný vera, furðuverk sem ögrar viðteknum mörkum um lífræna heild og hið mennska. Í þessa smíð er svo hleypt lífi með rafmagni, aflinu sem strax árið 1818 felur í sér tæknibylt- ingar nútímans, og lífseigasta táknmynd nútímalegrar firringar er þar með fædd. Nýjasta skáldsaga Guðrúnar Evu Mínervudóttur, Skaparinn, fjallar einnig um eins konar nútímalegan Prómeþeif; athafnamann sem umhugað er um sundraða hluta mannslíkamans, eða öllu heldur kvenlíkamans, og hvernig raða megi pörtunum saman svo útkoman verði sannfærandi; hér er áherslan reyndar einkum lögð á kynþokka. Sveinn er kynlífsdúkkusmiður og, líkt og sjáandinn í skáldsögu Mary Shelley, einfari sem hrakist hefur út á jaðar sam- félagsins. Vissulega eru uppfinningar Sveins meinlausari en skrímslið sem Viktor skapaði en skírskotanirnar eru svipaðar, þ.e.a.s. til samfélags þar sem tækniþróun og möguleikarnir sem í henni búa hafa ruglað fólk í ríminu og rót komist á hefðbundin gildi; spurningum er varpað fram um áhrif vísinda á hið mannlega og hvernig einstaklingar geta einangrast í samfélagi þar sem vöru- skipti hafa komið í stað náins samneytis manna á milli. Sveinn hefur lokað sig af í verkstæðisskemmu uppi á Skaga og vinnur að sínum sköpunarverkum fjarri amstri hversdagsins. Hann lifir fyrir vinnuna og líkt og forveri hans á hann til að taka vinnutarnir sem standa yfir dögum saman og skilja hann eftir nær dauða en lífi, útbrunninn eftir átökin við lík- amseftirlíkinguna. Verkin sem þá verða til eru sérkennilega mannleg, um er að ræða dúkkur í fullri stærð sem vega hálft hundrað kíló. Þær hafa beinagrind úr stáli og trefjagleri en ytra lagið er gert með sílikoni og storknunarefnum sem framkalla svokallaðan „skinnhjúp“, trúverðuga eftirlíkingu af holdi. Svo bæt- ast við hár, neglur, augu og auðvitað kynfæri („lendingarbúnaðurinn“) en TMM_2_2009.indd 114 5/26/09 10:53:29 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.