Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Qupperneq 115

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Qupperneq 115
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2009 · 2 115 aðferðirnar sem notaðir eru við gerð þessarar sértæku vellíðunarvöru, eins og þeim er lýst í upphafi bókar, sýna svo ekki verður um villst að hugmyndir um virðingu mannslíkamans eiga ekki við: „Sveinn hengdi þá síðustu til þerris, krókurinn gekk inn í hálsinn aftanverðan. Gatið eftir krókinn yrði blessunar- lega hulið silkimjúku hári þegar búið væri að setja á þær hausinn. Hann kom fyrir metralöngu priki milli ökklanna; það var mikilvægt að láta þær þorna dálítið glenntar“ (9). Yfir lýsingunni er andblær óhæfu- og myrkraverka og segja má að þessar fyrstu setningar skáldsögunnar kunni að villa eilítið um fyrir lesanda, jafnvel hrella, sem er ekki meðvitaður um að viðföng aðfaranna eru dúkkur. En þannig vilja fyrstu kynni reynast blekkjandi í skáldsögu þessari og gervileiki, jafnt í formi „Goth Chick Alma / Face: Lovely“-dúkkunnar og viðvarandi misskilnings persóna um hlutverk og eðli samferðamanna sinna, er alls ráðandi, reynist jafnvel vera sú gjá sem upphafsorð bókarinnar, ónákvæm tilvísun í Megas, skírskota til: „Lóa Lóa Lóa mig langar svo að byggja til þín brú.“ Skáldsagan lýsir eins konar „brúarsmíðum“ Sveins, fálmkenndum til- raunum hans til að brjótast út úr sjálfskapaðri einangrun sinni og tengjast manneskjum á nýjan leik. Eiginleg atburðarás skáldsögunnar hefst með sprungnu dekki. Sveinn sér konu bisa við að skipta um dekk á hlaðinu fyrir framan heimili sitt og verk- stæði og býður fram hjálp sína. Á dálítið ólíkindalegan hátt þróast málin á þann veg að konan gistir um nóttina hjá honum í bragganum, án þess þó að náin kynni takist með þeim. Lóa – en svo nefnist ferðalangurinn, eins og í lagi Megasar – er einfaldlega þreytt og sofnar í stofustólnum eftir tvær rauðvíns- flöskur. Morguninn eftir vaknar hún þunn og ringluð, en þess má geta að kaflar eru merktir vikudögum og eins og góðri sköpunarsögu sæmir vindur frásögninni fram á sjö dögum, og í hálfgerðu geðsýkiskasti stelur hún fullbú- inni kynlífsdúkku sem hún rekst á fyrir tilviljun. Lóu dettur í hug að „tækið“, þetta hermilíki hinnar kynþokkafullu konu, geti nýst til hjálpar fimmtán ára dóttur sinnar, Margréti, sem er langt leidd af lystarstoli og dvelur langdvölum á stofnun. Hún virðist ímynda sér að dúkkan geti orðið „félagi“ Margrétar og slegið á einmanaleika hennar. Með þessum hætti tengist líf einstaklinganna tveggja, þótt ekki sé í fyrstu ljóst hvað Lóa var að gera uppi á Skaga. Þegar Sveinn nokkru síðar hefur upp á Lóu, en verður um leið veðurtepptur í Reykjavík og í raun strandaglópur heima hjá henni, er hann orðinn óviljugur þátttakandi í dramatísku fjölskyldulífi. Í ljós kemur að Margrét hefur hlaupist að heiman og óttast er um líf hennar, Lóa er skiljanlega í öngum sínum og sjálfur er Sveinn stórslasaður eftir klaufalegt slys heima hjá sér og í litlu jafnvægi. Það sem helst þjakar hann, fyrir utan missi dúkkunnar og stöðugan sársaukann í lemstraðri öxl og hné, er sú staðreynd að hann hefur „eignast“ stjáklara. Hann er ofsóttur af ókunnum aðila sem skilur eftir skriflegar morðhótanir heima hjá honum, sendir honum illyrmislega tölvupósta (undir notendanafninu Aþena, en ekki er úr vegi að minnast þess að gyðjunni Aþenu svipar eilítið til dúkkna Sveins í því að hún, líkt og þær, „spratt“ fullmótuð fram úr „huga“ – eða höfði – karlmanns) og hringir í hann TMM_2_2009.indd 115 5/26/09 10:53:29 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.