Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 119

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 119
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2009 · 2 119 ur sinnar, og telur að þar sé um meðferðarúrræði að ræða, frekar en skref sé tekið til Mommy Dearest, hryllingssögu af samskiptum mæðgna. Flokkast slíkt ekki sem grimmilegt athæfi? Visnaður líkami dótturinnar mætir afsprengi klámiðnaðarins í vanheilagri hjónasæng. Lesandi hlýtur að spyrja hvernig þessari helstu táknmynd einmanaleika og félagslegrar höfnunar er ætlað að hjálpa Margréti að vinna bug á „lífsfælni“ sinni. Hér má vissulega velta fyrir sér hversu kaldhæðinn höfundur sé, og hvort írónískur blær svífi yfir vötnum. Að Lóa sé svo langt leidd af neysluhyggju og firringu auglýsingabransans að hún haldi virkilega að svona varningur bjargi málunum. Því miður er fátt sem gefur til kynna að textinn vilji stýra lesandanum í átt að slíkum lestri. Enda er hætt við að kaldhæðni á þessum tímapunkti myndi afbyggja Lóu á svo afgerandi hátt að í kjölfarið yrði hún vart gjaldgeng í söguheiminum. Þvert á móti, þegar bókin er skoðuð í heild er ljóst að Lóa er ekki framsett sem birtingarmynd firr- ingar og fáránleika; hún er umhyggjusöm móðir sem að vísu er við það að brotna undan álaginu en tekur í öðrum tilvikum skynsamlegar ákvarðanir. Dúkkuþjófnaðurinn er örvæntingarfull aðgerð sem að sæmilega hugsuðu máli af hennar hálfu er í einlægni ætlað að mæta djúpstæðu vandamáli, þetta er dramatískt og tilfinningaþrungið skref. Kynlífsdúkkan er tæki til að gera listilega formaðar og munúðarfullar línur eftirsóknarverðar í huga Margrétar. Og það vantar uppgjör við þessa aðgerð. Hér mistekst höfundi með öðrum orðum að bregðast á viðunandi hátt við spurningunum sem atburðarásin vekur, sálfræðilegt raunsæi verksins bíður því hnekki og það veikir frásögnina upp frá því. Það að kynlífsdúkkan, og ætluð „samskipti“ hennar við Margréti, detta út úr frásögninni áður en langt um líður má jafnvel lesa sem eins konar uppgjöf höfundar andspænis fléttu sem aldrei komst á sannfærandi flug. Þá er frásagnartækni sú sem tekur að verða áberandi í síðasta hluta verksins, það að sömu atvikunum sé lýst með minniháttar breytingum frá sjónarhorni Sveins og Lóu á víxl, að mörgu leyti misráðin þar sem afraksturinn hvað varð- ar innsýn í persónurnar er rýr, en óþarflega er hægt á atburðarásinni. Í raun er frásögnin dregin á langinn, taflið milli Sveins og Lóu nær engum sérstökum hæðum, að hluta til vegna þess að sú sannfæring Sveins að Lóa sé stjáklarinn er byggð á svo hæpnum forsendum. Þrátt fyrir ágæta spretti er því hægt að segja að Skaparinn fjari hægt og rólega út, átökin við áleitið efnið reynast þegar upp er staðið áreynslulítil, dirfskan endar þar sem hún byrjar. TMM_2_2009.indd 119 5/26/09 10:53:29 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.