Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Side 126

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Side 126
D ó m a r u m b æ k u r 126 TMM 2009 · 2 Helsti annmarki bókarinnar liggur þó í því að þessi reynsla af stríðinu er ekki með sannfærandi hætti tengd þeirri gagnrýni á trúarbrögðin sem er undirliggjandi í verkinu en verður fyrir vikið hálf marklaus. Ýjað er að því að styrjaldir og ofbeldi eigi sér trúarlega undirrót og því haldið fram að „[þ]ar sem trúarhitinn er mestur er minnst von um frið“ (212). En þetta er ekki útlist- að til hlítar og frásagnirnar úr Bosníustyrjöldinni styðja ekki það viðhorf, enda þjóðernishyggja þar ef til vill meiri kveikja að ófriði en trúarhiti. Þetta viðhorf stangast meðal annars á við kaflann um þorpsprestinn snemma í sögunni sem er myrtur í styrjöldinni án þess að hafa unnið annað til sakar en að vilja halda messu. Þá á morðingjaferill sögumannsins vestanhafs sér ekki trúarlegar orsakir heldur fremur fjárhagslegar. Og það er síðan enn eitt risastökk ímynd- unaraflsins að færa þessa reynslu inn í íslenskt samhengi á góðærisárunum. Þótt satíran um trúarhugmyndir íslensku predikaranna sé bæði fyndin og skemmtileg eru þeir Goodmoondoor og Torture of miklar grínpersónur til að vera sannfærandi sem upphafsmenn ofbeldis og mannvonsku. Hallgrímur hefur í fyrri bókum sínum verið duglegur við að fjalla um Íslendinga og íslenskt samfélag og hefur sú athugun stundum sveiflast frá væntumþykju til nöturlegrar kaldhæðni. Í ljósi hrakfara þjóðarinnar síðustu misserin má nú lesa Þetta er allt að koma sem dæmisögu um feigðarflan Íslendinga, ískalt háð um sjálfsupphafningu og heimskulega bjartsýni. Í 10 ráðum er íslensku samfélagi lýst frá sjónarhóli hins króatíska atvinnumorð- ingja með heldur góðlátlegri hætti þar sem fyrst og fremst er lögð áhersla á hvað það er friðsamlegt, íbúarnir skrýtnir og stelpurnar sætar. Má vera að þessi mynd af þjóðinni beri um of keim af því að hún varð til fáum mánuðum áður en íslenska hagkerfið hrundi og hún gjaldi þess nú að Íslendingar eru ekki lengur jafn hátt skrifaðir og áður í augum umheimsins. Hallgrími hefur stundum verið legið á hálsi fyrir að teygja um of lopann í bókum sínum og ofhlaða stílinn. Hér vekur athygli hve efnistökin eru öguð og stíllinn knappur. Hnyttnin og orðaleikirnir eru á sínum stað en bera aldrei frásögnina ofurliði. Sem fyrr er erindi höfundar brýnt, bókin er kraftmikil ádeila á stríð og mannvonsku, en hér er jafnframt lögð rækt við vel byggða frásögn sem er ýmist spennandi, harmræn eða fyndin. TMM_2_2009.indd 126 5/26/09 10:53:30 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.