Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Qupperneq 131

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Qupperneq 131
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2009 · 2 131 isminn var ekki að flækjast fyrir neinum. En Þorvaldur dregur heldur enga fjöður yfir að ein þessara sýninga, á harmleiknum Júlíusi Sesar, þótti mistak- ast, og að Lárus virðist hafa gert sér fulla grein fyrir því. Í sviðsetningum Lár- usar kom fram sjálfstæður skilningur, en gaman hefði verið að fara meira í saumana á túlkun hans á t.d. Pétri Gaut og Hamlet, þó að oftlega sé lítið hald í lýsingum leikrýna. Og bera saman við erlendar túlkanir, t.d. Alfreds Maurstad á Pétri, en sýning Gerdar Grieg virðist hafa dregið dám af sýningu norska Þjóðleikhússins í leikstjórn Halfdans Christensen 1936 þar sem Maurstad lék Pétur sem óstýrilátan bóndastrák sem fjandinn hljóp í og sendi á flótta frá veruleikanum, eins og norski gagnrýnandinnn Anton Rønneberg komst að orði. Lárus stýrði þeim fjórum íslenskum verkum sem mest tíðindi voru að á fimmta áratugnum, Gullna hliðinu og Vopnum guðanna eftir Davíð Stefáns- son, Uppstigningu Nordals og Skálholti Kambans. Gullna hliðið öðlaðist meiri vinsældir við frumflutning sinn en dæmi voru fyrir; en þannig átti Lárus líka sinn þátt í að sú sýning, sem farið var með í boð til Helsinki 1948, varð eins konar yfirlýsing um að Íslendingar stæðu öðrum Norðurlandaþjóðum jafn- fætis á leiksviðinu. Þannig mætti lengur telja. Þorvaldur dregur fram margvíslegan fróðleik, sem ekki hefur verið á vitorði margra sem áhuga hafa þó haft fyrir íslenskri leiksögu, eins og því hvernig stóð á því að Gerd Grieg kom hér til starfa með íslenskum leikurum á stríðsárunum. Þar kom til kunningsskapur Lárusar við Nordahl Grieg. Annað verður nokkuð út undan, eins og til dæmis hvernig Agnar Bogason nánast lagði Lárus í einelti í Mánudagsblaðinu. Kannski hefði mátt lýsa starfi Lárusar á öndverðum árum Þjóðleikhússins ítarlegar. Bókin er það læsileg að hún hefði vel mátt verða nokkrum blaðsíðum stærri. Þorvaldur lýsir nærfærnislega en án undandráttar þeim árum þegar fer að halla undan fæti fyrir Lárusi og líkamlegir kraftar hafa ekki í við andlegan metnað. Kannski hefði mátt gera hlut Lárusar í útvarpsleikhúsinu rækilegri skil, sá hlutur var gríðarlega mikilsverður, og þar má í mörgum tilvikum neyta vitnanna við. Einstaka aðfinnslur nenni ég ekki að hirða um; nefni aðeins sem dæmi um ónákvæmni á bls. 218, þegar lýst er uppsetningu Lárusar á Gullna hliðinu í Ósló 1946. Þar segir: „Sýningarinnar var beðið með nokkurri eftir- væntingu enda höfðu islensk leikrit ekki ratað á sviðið í Ósló, ef undan eru skilin helstu verk Jóhanns Sigurjónssonar sem sýnd voru í Norska leikhúsinu á fjórða áratug aldarinnar. Í Noregi var lítil þekking á íslensku leiklistarlífi, en nú gekk leikstjórinn ötullega fram í að kynna það með viðtölum í blöðum.“ Satt er það að lítil þekking var á íslensku leiklistarlífi í Noregi og er enn; gildir það raunar um öll Norðurlöndin að fylgst hefur verið tilviljunarkennt með því sem gerist í íslensku leikhúsi. En hins vegar hefði það gefið fyllri mynd og réttari, ef tíundað hefði verið að áður en Norska leikhúsið lék Fjalla-Eyvind og Galdra- Loft á fjórða áratugnum hafði þar átt sér stað frumfutningur Konungsglímu Kambans (í árslok 1916, ári á undan íslensku sýningunni). Þá hafði Þjóðleik- húsið norska áður flutt Fjalla-Eyvind 1913 og svo Vér morðingjar eftir Kamban TMM_2_2009.indd 131 5/26/09 10:53:30 AM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.