Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 139

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2009, Page 139
Á d r e p u r TMM 2009 · 2 139 þér. Það hefur auðvitað ekki farið framhjá þér, svo vel lesnum manni, að nútímaleg hugsun, sem svo er kölluð, er eldri en tvævetur; Sókrates teldist nútímalegur í hugsun ef hann flytti erindi sinna daga yfir okkur á morgun eða hinn. Jesús líka. Það sama á við um Hallgrím. Þetta stafar af því að margt af því sem þessir karlar sögðu er sígilt. Það var eftir þér að koma auga á þetta og benda öðrum á það; það er óvíst að almennir lesendur hefðu séð þetta hjálpar- laust. Fagmennska „Ég verð að viðurkenna að það viðbragð sem bókin vakti oftast með mér var krafa um rökstuðning og heimildavísanir.“ Þetta skrifarðu. Þó aðeins í umsögninni um Hallgrím. Í þeim góðu skáldsögum sem þú mærir í sömu grein tók ég ekki eftir „heimildavísunum“ þegar ég las þær. Vegna þessarar kröfu á mig einan varð mér ljóst að þú vildir veg minn sem mestan, meiri en annarra. Ég vil taka það sérstaklega fram að ég tel víst að þú hafir ekki verið að herma eftir hinni rómuðu fræðikonu, S.Auði, sem skrifaði um skáldsöguna Hallgrím í Morgunblaðið fyrir jólin og kvartaði yfir því að það væri hvorki að finna for- mála, eftirmála né heimildaskrá í bókinni. S.Auður er mikill dómari. Og vön er hún. Og fræg fyrir fagmennsku. Þegar ég las þetta eftir henni ákvað ég því að kanna hjá mér eina bókahillu með íslenskum skáldsögum, valda af handahófi, og sjá hversu margar sögur væru þannig búnar. Í hillunni voru 32 bækur. Aðeins ein þeirra var með þetta allt; hinar án alls þessa. Í eftirmála þessarar einu bókar var nefndrar fræðikonu getið með þökk. Það var gaman að sjá. Inn í bókina hafði ég lagt prýðisdóm um söguna; hann var eftir S.Auði. Að lokinni þessa örrannsókn leit ég í nokkrar bækur sem gefnar voru út sem sagnfræði á sínum tíma. Þær voru fullar af skálduðum sviðsmyndum, samtöl- um og ályktunum. Höfundar þess skáldskapar fylgdu reglum sagnfræðinnar með tilvísanir og allt og fengu sumir þeirra heiðursverðlaun fyrir fræði- mennskuna. Þetta fyndist mér að þú, svo fróður maður, athugull og víðlesinn, ættir að kíkja á: skáldskapinn í sagnfræðinni. Það væri fróðlegt að fá álit þitt á þeim rithætti sem þar er viðhafður og nauðsynlegt fyrir okkur hin svo að við vitum hvað satt er og hvað logið. „Heimildavísanir“ Þótt bók mín um Hallgrím sé skáldsaga studdist ég við heimildir. En þér að segja var samt mest að hafa um persónu Hallgríms úr kveðskap hans. Ekki bara Passíusálmunum, sem ég efast ekki um að þú leggur eyrun að á hverju kvöldi nú þegar verið er að lesa þá í útvarpi. Þú finnur karlinn líka í ádeilu- kvæðum hans, kraftakveðskap, skemmtiljóðum, rímum, lausu máli og stök- um; einnig í íslenskum þjóðsögum og sögnum. Gallinn er sá að til þess að fá skilning á manninum þarf að lesa þetta allt. Og miklu, miklu meira til. En láttu TMM_2_2009.indd 139 5/26/09 10:53:31 AM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.