Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Blaðsíða 7

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Blaðsíða 7
R á n y r k j u b ú TMM 2011 · 3 7 þeim hætti sem birtist okkur. Undirrótin var víðtæk spilling á Íslandi sem ristir dýpra en gott er að viðurkenna.3 Frjálshyggjuhrun? Enginn efi er á því að heimshrunið sem varð 2007–2008 átti rætur í skefjalausum uppgangi fjármálakapítalisma og stigvaxandi áhættu- sækni. Vissulega smitaði þetta Ísland. Viðskiptahömlum var létt af fjármálafyrirtækjum og nánast óskiljanlegar fjárglæfrafléttur urðu til. En svona kreppur eru ekkert nýnæmi heldur hluti af hinu alþjóðlega kapítalíska kerfi. Það þarf ekki nema nýstúdent úr máladeild til að skilja það. Josep Stiglitz (Making Globalization Work) og Niall Ferguson (The Ascent of Money) gefa hnattræna og sögulega yfirsýn um endalausar kreppur fjármálakerfisins sem er orðið svo háþróað í tækni sinni og hömluleysi að hvorki þjóðríki né þau sjálf ráða við. Ferguson er reyndar svo alúðlegur að bjóða upp á sálrænar en ekki bara hagrænar skýringar á hrasgirni fjármálakerfisins og er það einkar fróðleg lesning á niður- lagi bókar sem kom út um miðbik ársins 2007, þegar fæstum var ljóst að enn ein kreppan var að skella á. En stjórnmálamenn og fjármálafurstar halda eilíft að síðustu kreppunni hafi verið náð og „lærdómar“ nægir. Þetta er nefnt hér til að benda á að það þarf enga yfirburðamenn eða sérþekkingu um umheiminn (svo sem um fjármálakreppuna í S-A Asíu undir lok 20. aldar) til að skilja að ástandið á Íslandi eftir 2000 var stórhættulegt.4 Þá er ég ekki að tala um „viðvörunarbjöllur“ frá Danske Bank og öðrum útlendum dónum, heldur bara vitneskju sem liggur fyrir – alls staðar. Jafnvel í fréttatímaritum. The Economist birti forsíðugrein árið 2002 um að eignabólan sem þá var að hefjast gæti aldrei staðist. Það þarf því ekki mikið til, og jafnvel innanlands voru menn eins og Þorvaldur Gylfason og nokkrir fleiri sem skrifuðu í sama anda. Sú fáfræði sem einkennir hagstjórnarmistökin á Íslandi eftir 2000 skrifast engan veginn á „frjálshyggju“ sem hugmyndafræði. Við erum að tala um hreint og klárt fúsk. Ásgeir Friðgeirsson kallar það „hrun vits- muna“, í lýsingu á því hvernig heilbrigð skynsemi og betri vitund véku fyrir dellunni sem óð uppi.5 Mitt svar er: Hagsmunir. Herfangið var í boði og menn hegðuðu sér eins og hver annar skelfir hlaðborðanna: Fyrstir koma fyrstir fá. Fúskinu var gefið yfirbragð hug- myndafræði og kennisetningar og „alvöru pólítíkur“…6 Hvort það var ríkisstarfsmannahópurinn sem kenndi sig við Eim-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.